Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2013 03:40

Ákvað fimmtán ára gamall að hann vildi ekki vinna í frystihúsi og fór á sjó

Akurnesingurinn Eiríkur Jónsson er skipstjóri á togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni, sem er nú í eigu HB Granda. Skipið var smíðað á Akranesi árið 1981 og hét upphaflega Sigurfari annar SH. HB&Co á Akranesi eignaðist svo skipið nokkrum árum síðar og fékk það þá nafnið Sturlaugur H. Böðvarsson AK-10. Eiríkur var ekki nema fimmtán ára þegar hann byrjaði sjómennskuferilinn árið 1972 og varð sextán ára um haustið. Hann byrjaði ekki í léttasta sjómannsstarfinu sem til var þá. Hann byrjaði á handfærum með Birni Ágústssyni á Sigurvöllum á Höfrungi öðrum. Þá var verið á sannkölluðum handfærum með gömlu handsnúnu rúllurnar úti við Eldey að veiða stórufsa. Tólf karlar voru um borð og rúllur aftur eftir öllu skipi sem var hátt í 200 tonna stálbátur. Ekki var mikið sofið og menn voru á skakinu mestallan sólarhringinn. Hásetarnir fengu 40% af því sem þeir drógu um borð en skipstjórinn og kokkurinn allan aflann, stýrimaður og vélstjóri eitthvað minna.

„Það var skakað fram að miðnætti og svo byrjað í birtingu aftur. Þarna var ekki mikill svefn og ekki mikið út úr þessu að hafa. Ég man eftir að einu sinni tók karlinn sig til og keyrði hérna upp í forina og við vorum að skaka fyrir þorsk. Við tíndum þarna upp 15 tonn af þorski, sem var góð búbót. Menn höfðu ekki haft trú á að mikið væri hægt að skaka á stálbátum því fiskurinn myndi fælast þegar sökkurnar færu að slást  í skipsskrokkinn. Það reyndist ekki vera en hins vegar truflaði það meira að við þurftum alltaf að hafa ljósavél í gangi meðan skakað var. Við vorum að koma með frá 15 og allt upp í 30-40 tonn eftir tvo daga.“

 

Sjá viðtal við Eirík Jónsson skipstjóra á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK í Sjómannadagsblaði Skessuhorns 2013 sem fylgir með Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is