Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 10:01

Nærri fimmtungi meiri afli en sama verð og í fyrra

Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður hér á landi og hefur höfuðstöðvar í Ólafsvík. Starfsstöðvar FMÍS eru níu talsins auk flokkunar- og slægingarþjónustu. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við í FMÍS í Ólafsvík og ræddi við Pál Ingólfsson framkvæmdastjóra um verðþróunina á þessu ári og sitthvað fleira. Hann segir verðþróun á mörkuðum á þessu ári hafa verið dapra. Þrátt fyrir að hafa selt rúmum 19% meira af fiski hefur heildarverðmætið úr sjó ekki aukist. „Fyrstu fjóra mánuði 2012 seldum við 16.175 tonn af fiski, en 2013 voru þau 19.275. Fyrir það fengum við nánast sömu krónutölu. Meðalverðið hefur lækkað úr 293 krónum niður í 245 krónur. Það er mikil breyting,“ segir Páll. Verðfall á saltfiski er mjög þýðingarmikill þáttur í þessari verðþróun.

„Saltfiskur hefur lækkað gríðarlega eða um allt að helming að mér er sagt. Aðrar tegundir en þorskur héldu meðalverði ágætlega.“ Páll segir að staða fyrirtækisins væri allt önnur ef þetta aukna magn hefði ekki komið til. „Tilkostnaður hjá FMÍS er bundinn við kílóafjölda sem fer í gegnum markaðinn en tekjurnar eru bundnar að mestu leyti við verðið. Við berum okkur þó alltaf vel. Sumarið er yfirleitt frekar rólegt en það er engan bilbug á okkur að finna, við þurfum bara aðeins meiri kvóta á þessar hefðbundnu útgerðir,“ segir Páll.

 

Nánar er rætt við Pál Ingólfsson framkvæmdastjóra Fiskimarkaðar Íslands í Ólafsvík í Sjómannadagsblaði Skessuhorns 2013 sem kom út með Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is