Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 11:01

Kerfi strandveiða gæti verið gáfulegra

Starf varðstjóra á Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er margþætt og oft erilssamt. Grundfirðingurinn Gísli Valur Arnarson hefur starfað hjá gæslunni í rúm þrjú ár og fengist við mörg fjölbreytt verkefni. Ásamt því að sitja vaktir í Stjórnstöðinni að Skógarhlíð hefur hann sinnt erlendum verkefnum bæði á Spáni og Ítalíu og farið túra sem stýrimaður á varðskipunum. Í sumarfríinu fór hann hins vegar vestur á strandveiðar sem hann hefur sterkar skoðanir á. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Gísla Val í blíðviðri föstudaginn 17. maí síðastliðinn, þegar enginn strandveiðibátur mátti róa. Hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni fyrir rúmum þremur árum og sinnti því samhliða námi við Skipstjórnarskólann fyrst um sinn. „Ég sótti um hásetapláss hjá þeim um sumarið en stuttu síðar fæ ég símhringingu og mér boðið þetta starf. Eftir stutta umhugsun sá ég að starfið átti mun betur við á þessum tímapunkti. Það gaf mér tækifæri til þess að kynnast stofnuninni mun betur, út frá öllum hliðum, og ég gat unnið með skólanum.“

Gísli hefur verið í fullu starfi frá því hann útskrifaðist úr Skipstjórnarskólanum vorið 2011 en hann skráði sig einnig í svokallaða varðskipadeild að útskrift lokinni sem er dreifnám í samstarfi við Landhelgisgæsluna og veitir honum séríslensk skipherraréttindi á varðskip.

 

„Við sinnum meðal annars tilkynningarskyldu skipa í landhelginni. Flest skip þurfa til dæmis að gefa upp staðsetningu á klukkustundar fresti en þeir minnstu gera það á fimmtán mínútna fresti. Á góðum strandveiðidegi eru yfir þúsund bátar á sjó í landhelginni svo þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi þáttur getur verið yfirgripsmikill. Ef sendingarnar berast ekki höfum við hálftíma til þess að hafa uppi á bátnum. Við reynum þá að hringja í skipstjórana, kalla í talstöðina og höfum samband við nærtæka báta. Ef við brennum inni á þessum hálftíma þurfum við að ræsa út björgunarsveitirnar, þyrluna og okkar einingar, og hefja leit,“ segir Gísli en þrír til fimm menn eru á vakt hverju sinni í Stjórnstöðinni dagsdaglega. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is