Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2013 04:14

Segja niðurstöður ársreiknings Akraneskaupstaðar mikil vonbrigði

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir 2012 var tekin til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu meirihluta bæjarstjórnar harðlega fyrir viðvarandi hallarekstur en í bókun þeirra segir meðal annars að niðurstöður ársreiknings síðasta árs séu mikil vonbrigði. „Núverandi meirihluti gagnrýndi fyrri meirihluta harðlega fyrir fjármálastjórn en oft er betra um að tala en í að komast. Fyrstu tvö heilu ár valdatíma núverandi meirihluta hefur halli á rekstri Akraneskaupstaðar numið hvorki meira né minna en 456 milljónum króna,“ segir meðal annars í bókuninni. Þá segir einnig að meirihlutinn hafi af einhverjum ástæðum afturkallað þær sparnaðaraðgerðir sem þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi gripið til í kjölfar efnahagshrunsins. Þessar aðgerðir hafi á árunum 2009 og 2010 lækkað útgjöld bæjarins um 260 milljónir króna. „Á sama tíma og núverandi meirihluti skilar bæjarfélaginu með umtalsverðu tapi eru flest bæjarfélög í kringum okkur að skila mun betri afkomu. Bæjarfulltrúar meirihlutans verða að bregðast nú þegar við í rekstri sveitarfélagsins og horfast í augu við þær staðreyndir sem ársreikningurinn leiðir í ljós svo ekki þurfi að koma til afskipta eftirlitsnefndar sveitarfélaga vegna viðvarandi hallareksturs,“ segja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.

 

 

 

 

 

Þessu mótmælti meirihluti bæjarstjórnar en Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar segir meðal annars í bókun sinni að fjárhagslegur styrkur Akraneskaupstaðar sé góður hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Skuldahlutfall samstæðunnar sé um 109% reiknað samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga, en þær kveða á um hámarkshlutfall sé innan 150% marka. Þá séu tveir af þremur stærstu málaflokkunum undir áætlun. „Til fræðslu- og uppeldismála fóru 1.705 milljónir króna nettó eða um 48,2% af skatttekjum og voru þau um 14,2 milljónum undir áætlun eða um 1% . Til æskulýðs- og íþróttamála fóru 315 milljónir króna nettó eða um 8,9% af skatttekjum og voru þau um 12,6 milljónum króna undir áætlun eða um 4%,“ segir í bókun Sveins.

Rekstrarniðurstaða ársreiknings fyrir alla starfsemi Akraneskaupstaðar er neikvæð um 258 milljón krónur en rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 160 milljónir. Í bókun Sveins segir ennfremur að helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu A hluta og gera má ráð fyrir að séu einskiptis kostnaður séu lífeyrisskuldbindingar, tjónabætur sem féllu á kaupstaðinn vegna Skagavers og gjaldfærsla á starfslokasamningum. Þá sé veltufé frá rekstri um 427,9 milljónir og hækkar um 21,3 milljónir frá fyrra ári og handbært fé í árslok hafi verið um 572,8 milljón krónur og hafði hækkað um 54,7 milljónir á árinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is