Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 01:07

Skagamenn lögðu Selfyssinga í framlengingu

Áhorfendur á Akranesvelli urðu vitni að miklum bikarslag á Akranesvelli í gærkveldi þegar Skagamenn tóku á móti Selfyssingum í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins, Bikarkeppni KSÍ. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 1:1, en í framlengingunni tókst Skagamönnum að gera út um leikinn með marki Garðars Gunnlaugssonar.

Skagamenn voru sterkari aðilinn í leiknum, en færin létu á sér standa. Páll Gísli markvörður bjargaði þeim þó frá að lenda ekki undir í leiknum þegar gestirnir fengu dæmda vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Sama var upp á teningnum í seinni hálfleiknum, lítið um færi en meiri þungi í sóknarleik heimamanna. Á 81. mínútu dró til tíðinda þegar Skagamönnum tókst að komast yfir í leiknum. Garðar Gunnlaugsson, sem lék með Skagamönnum að nýju eftir meiðsli og kom inná fyrir Þórð Birgisson á 57. mínútu, lagði þá boltann fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem skoraði með góðu skoti.

En Adam var ekki lengi í paradís hjá heimamönnum því gestirnir lögðu ekki árar í bát og tókst að jafna metin á 87. mínútu. Jafnt var því eftir venjulegan leiktíma og það var síðan í byrjun seinni hluta framlengingar sem Garðar Gunnlaugsson stimplaði sig rækilega inn þetta vorið með því að skora sigurmark ÍA, þótt hann skömmu síðar misnotaði vítaspyrnu.

 

Skagamenn verða því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Bikarkeppninnar næstkomandi mánudag klukkan 12:00. Í kvöld lýkur svo 32-liða úrslitunum með sex leikjum, þar á meðal viðureign hins Vesturlandsliðsins sem eftir er í keppninni, Víkings Ólafsvík sem mætir Álftnesingum í túnfæti forsetans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is