Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2013 06:14

Bakvarðasveit björgunarsveitanna kynnt í kvöld

Nú stendur mikið til hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Í kvöld verður formlega hleypt af stokkunum verkefni sem snýst um að safna styrktaraðilum í áskrift, þ.e. einstaklingum sem eru tilbúnir til að styrkja félagið um ákveðna upphæð mánaðarlega. Þetta verkefni hefur hlotið heitið “Bakvarðasveitin”.  Söfnuninni verður startað formlega með söfnunarþætti á RÚV í kvöld. Í honum verður starfsemi félagsins kynnt í máli og myndum. Unnið hefur verið að gerð efnisins undanfarnar vikur en áherslan verður lögð á að kynna víðtæka starfsemi og fólkið sem starfar innan félagsins. Að auki verða viðtöl við samstarfsaðila, fólk sem hefur á einhvern hátt notið aðstoðar björgunarsveita, fylgst verður með stórri æfingu við Esjurætur og þá verður grín, glens og tónlist í hávegum.

Fóstbræðurnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson bjóða okkur upp á „hipster“ björgunarsveitamanninn og Hraðfréttastrákarnir reyna sig í ýmsum verkefnum sem sveitir takast á við í starfi sínu. Mugison, Jónas Sig og félagar sjá svo um tónlistina.

Kynnar í stúdíói verða Felix Bergsson og Margrét Blöndal og í símaveri Vodafone verða kynnar Þóra Arnórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson. Gísli Einarsson og Edda Sif Pálsdóttir fylgjast svo með því sem er að gerast í og við Esju. Egill Eðvarðsson sér um dagskrárgerð. „Það er afar mikilvægt að sem flestir landsmenn fylgist með okkur á föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is