Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 02:02

Þátttaka þín skiptir máli - hvatt til þátttöku í rafrænni íbúakönnun

"Menntun Vestlendinga hefur aukist þegar bornar eru saman íbúakannanir Vesturlands árin 2007 og 2010. Íbúum sem hafa eingöngu grunnskólapróf fækkaði á milli áranna. Hlutfallslega fækkaði þeim um 40% á Akranesi og í Hvalfirði, um 32% í Borgarfirði, 33% á Snæfellsnesi og 16% í Dölunum. Athygli vekur að fækkunin  er mest á Akranesi og í Hvalfirði, um þriðjungur bæði í Borgarfirði og Snæfellsnesi en minnst í Dölunum.

Þessi þróun gæti tengst námsframboði á hverjum stað, en námsleiðirnar eru flestar bæði í iðnnámi og bóknámi við framhaldsskólann á Akranesi. Nánast eingöngu bóknámsbrautir eru í framhaldsskólum í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og í Dölunum er engin framhaldsskóli. Þá kann atvinnuleysi einnig að hafa þarna áhrif en það hefur verið mest á Akranesi, minna í Borgarfirði og minnst á Snæfellsnesi og í Dölum.

 

 

 

 

Nú gefst Vestlendingum sem náð hafa 18 ára aldri kostur á að taka þátt í Íbúakönnun Vesturlands 2013 og eru allir hvattir til að vera með. Þátttakendur skrá sig á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, http://ssv.is/ibuakonnun þar sem skráð er nafn, netfang og póstnúmer. Innan viku mun könnunin síðan berast í tölvupósti til þátttakenda. Einnig er hægt að biðja um könnunina á pappírsformi í síma 433-2314.

 

Þrátt fyrir að nafn sé gefið upp við skráningu er fyllsta trúnaðar gætt og ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Það er mögulegt þar sem nafn mun aldrei vera gefið upp í könnuninni sjálfri og sérstök dulkóðun aftengir svör og netföng þátttakenda.

 

Könnun þessi, sem er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hefur verið lögð fyrir íbúa á þriggja ára fresti frá árinu 2004 og er markmið hennar að kanna hug íbúa til hinna ýmsu þátta sem varða þjónustu og búsetuskilyrði í þeirra sveitarfélagi. Niðurstöður hennar hafa til að mynda nýst sveitarstjórnum til að fá heildstæðari sýn yfir stöðu mála á sínum svæðum og öðrum þeim aðilum sem fara með byggða- og atvinnuþróun á Vesturlandi.

 

Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að útkoman verði sem mest til gagns. Nú í fyrsta skipti er könnunin rafræn og þess vegna er netfangasöfnun nauðsynleg í upphafi. Rafrænar kannanir eru mun ódýrari kostur en þær skriflegu en jafnframt nákvæmari ef nægjanleg þátttaka næst. Þátttaka allra skiptir því máli."

 

Vífill Karlsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is