Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2013 08:01

Færðu Snorrastofu málverk af Jónasi Árnasyni

Samtímamenn og félagar Jónasar Árnasonar rithöfundar og fyrrum alþingismanns, ásamt afkomendum Jónasar, færðu Snorrastofu í Reykholti að gjöf málverk af Jónasi sl. þriðjudag. Jónas fæddist á Vopnafirði 28. maí 1923 og var þetta því afmælisdagur skáldsins, en hann lést 5. apríl 1998. Málverkið af Jónasi er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Pétur Geirsson hótelstjóri keypti verkið á sínum tíma á sýningu Páls og gaf Jónasi. Að lokinni afhendingu málverksins í Reykholti var boðið til kaffisamsætis á Kópareykjum en þar eiga börn Jónasar húsið sem þau hjón Jónas og Guðrún Jónsdóttir eiginkona hans bjuggu í á efri árum. Jónas Árnason var kennari við Héraðsskólann í Reykholti bæði fyrir og eftir þann tíma sem hann sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi. Jónas og Guðrún bjuggu um tíma í Reykholti áður en þau fluttust að Kópareykjum og áttu sterkar taugar til staðarins. Þau hvíla í Reykholtskirkjugarði.

 

 

 

 

Jónas starfaði við blaðamennsku og sjómennsku á yngri árum en starfaði við kennslu á árunum 1954 – 1980. Jónas sat fyrst á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn á Austurlandi frá 1949 til 1953 og fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi frá 1967 til 1979. Jafnframt var hann virkur í Samtökum hernáms- og herstöðvaandstæðinga. Meðfram störfum sínum samdi Jónas leikrit í samvinnu við bróður sinn Jón Múla. Mörg leikritanna eru með tónlist og hafa orðið vinsæl svo sem Deleríum Búbónis. Hann skrifaði fjölmargt annað svo sem greinar, sagnfræði og minningar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is