Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2013 03:45

Skarðsstöð hefur gegnt margháttuðu hlutverki um tíðina

Í Skarðsstöð í landi Skarðs á Skarðsströnd í Dalasýslu er hafnaraðstaða góð frá náttúrunnar hendi. Til eru frásagnir af útgerð og skipaferðum þar í fyrstu annálum. Núverandi bryggja var byggð 1956; hafskipabryggja, og á árunum milli 1960 og 1970 var algengt að á annað þúsund tonna flutningaskip lægju þar við bryggju. Sveitarstjórn Dalabyggðar gerði miklar endurbætur á aðstöðunni í Skarðsstöð á síðasta áratug liðinnar aldar, enda hófst grásleppuútgerð þaðan rétt fyrir 1980. Byggður var sjóvarnargarður 1992, smábátahöfn 1994, flotbryggja 1995 og svo var lagt rafmagn, settur upp löndunarkrani og löndunaraðstaða bætt 1998. Mikil athafnasemi á sviði verslunar- og innflutnings var í Skarðsstöð. Mun hún, að talið er, hafa staðið hæst á síðustu áratugum nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu.

Skarðsstöð er eins og áður er nefnt og nafnið gefur til kynna í landi höfuðbólsins Skarðs, en afkomendur Skarðsverja hafa búið í Skarði að vitað er með vissu frá því um 1100 og jafnvel frá landnámi. Þegar löggiltri vigtun á afla var komið á fót í Skarðsstöð fyrir nokkrum árum þótti við hæfi að fá einn af Skarðsverjunum á svæðinu, Ólaf Eggertsson, í starf vigtarmanns. Ólafur býr í Manheimum sem er nýbýli út úr landi Skarðs, en hann á einnig þriðjunghlut í landi Skarðs. Ólafur þekkir vel sögu Skarðsstöðvar og það var því við hæfi að blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann á dögunum og kynnti sér aðstæður í Skarðsstöð.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is