Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2013 04:11

Yfir 30 prósenta samdráttur í sölu laxveiðileyfa

„Ögurstund er runnin upp á stangaveiði-markaðnum á Íslandi. Samkvæmt nýrri markaðsúttekt sem unnin hefur verið fyrir Landssamband stangaveiðifélaga kemur í ljós mikill samdráttur í sölu veiðileyfa. Samdráttur á besta veiðitíma er á bilinu 10 – 20% í stangafjölda en þar sem þetta er dýrasti tíminn þá eru fjárhagsleg áhrif enn meiri og lætur nærri að vera um 30% fall í sölu hjá flestum stærstu veiðileyfasölum á Íslandi,“ segir Viktor Guðmundsson hjá Landssambandi stangaveiðifélaga. Hann segir að íslenskir stangaveiðimenn haldi einnig að sér höndum og hjá þeim mælist samdrátturinn allt að 40% samanborið við sama tíma í fyrra. „Veiðifélög og leigutakar sem rætt var við í tengslum við úttektina sögðu að aðstæður væru fordæmalausar. Kreppan er núna fyrst að koma fram á þessum markaði og á sama tíma er Evrópa í sárum. Ofan á þetta allt bættist mesta hrun sem orðið hefur í íslenskri laxveiði síðasta sumar. Veiðileyfi á Íslandi eru einfaldlega orðin of dýr í samanburði við hágæða laxveiðileyfi í heiminum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur bendir á að veiðileyfi hafi á síðustu 15 – 20 árum hækkað 100% umfram vísitölu og hafi því tvöfaldast að raungildi.“

 

 

 

 

Tekið er dæmi um þróunina hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur í Hítará á Mýrum. Hjónaferð í Hítará hafi árið 1998 (á dýrasta tíma) kostað með öllu 120 þúsund krónur. Sama ár kostaði helgarferð fyrir hjón til London einnig 120 þúsund krónur. Nú kostar veiðiferðin í Hítará ríflega hálfa milljón á meðan að Lundúnaferðin er á 180 þúsund krónur. Viktor Guðmundsson formaður LS segir að Landssamband stangaveiðifélaga hafi vitað að ástandið væri alvarlegt en þessi úttekt sýni og sanni að staðan sé verri en óttast var og ljóst að menn hafi hreinlega áhyggjur af „vörumerkinu Íslandi“ í laxveiðinni. „Stjórn LS telur að bregðast þurfi strax við en að sama skapi er mikilvægt að allir hagsmunaaðilar komi að því borði og ræði málin með þeim hætti að lágmarka skaðann sem fyrirsjáanlegur er,“ segir Viktor. Hann segir að veiðileyfasalar óttist algjört hrun meðal erlendra veiðimanna og samdráttur hjá íslenskum veiðimönnum sé um 40%. „Nú verða stangveiðimenn að setjast niður með landeigendum og bjarga því sem bjargað verður. Verðlækkanir verða að koma til framkvæmda strax,“ segir hann að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is