Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2013 11:38

Ný stjórn kjörin á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands fór fram í hádeginu í gær á Bifröst. Fundurinn var vel sóttur en aðild að FMV eiga fyrirtæki, félög, sveitarfélög og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem starfa beint eða óbeint að ferðaþjónustu í landshlutanum. Meðal þess sem gerðist á fundinum var að ný stjórn var kjörin og skipa hana þau Sigríður Snorradóttir, Jóhannes Arason, Björn Páll Fálki Valsson og Pálmi Jóhannsson. Varamenn voru kjörnir þau Bergur Þorgeirsson, Hilmar Æ. Ólafsson, Sonja Lind Eyglóardóttir Estrajher og Guðrún H. Andrésdóttir. Auk þeirra er í stjórninni Arnheiður Hjörleifsdóttir, sem kjörin er sem fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þrír af fráfarandi stjórnarmönnum gáfu kost á sér til endurkjörs, þau Hansína B. Einarsdóttir formaður, Jóhanna Leópoldsdóttir og Guðlaug Daðadóttir, en þær hlutu ekki kosningu í stjórn.

 

 

 

 

Töluverðrar óánægju gætti á fundinum með hversu lítill tími gafst til að ræða málefni FMV á aðalfundi. Þegar kom að dagskrárliðnum "önnur mál" var tími sem áætlaður var til aðalfundarstarfa upp urinn þar sem málþing í tengslum við Dag ferðaþjónustunnar á Vesturlandi, sem FMV stóð fyrir sama dag, var að hefjast. Ekki gafst því fundarmönnum, sem voru á fimmta tug, kostur á að ræða til hlítar málefni félagsins á fundinum.

 

Nánar verður fjallað um Dag ferðaþjónustunnar á Vesturlandi í næstu tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is