Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2013 12:55

Þjónustustöð N1 formlega opnar í Borgarnesi í dag

Mikið verður um að vera í Borgarnesi í dag þegar N1 opnar nýja og í raun endurskapaða þjónustustöð sína. Húsnæðinu hefur verið umbylt og sameinast undir einu þaki hefðbundin bensínstöð, verslun og veitingastaður. Þjónustustöð N1 í Borgarnesi er sú stærsta  við Hringveginn sem N1 rekur. Félagið tók yfir rekstur Hyrnunnar í desember á síðasta ári og framkvæmdir við nýja þjónustustöð hófust í byrjun árs og hafa gengið vel. Fastir starfsmenn þjónustustöðvarinnar verða allt að 40 og verður opnunartími frá klukkan 8 – 23:30 alla daga vikunnar.

Borgarnes er einn fjölfarnasti staður landsins yfir sumarmánuðina. Í júlí í fyrra fóru 6.600 bílar að meðaltali um Borgarnes á sólarhring. Þjónustustöðin er hönnuð með það fyrir augum að geta með þægilegum hætti sinnt þessari miklu umferð gesta og bifreiða.

 

Nýja stöðin er hönnuð til að mæta mikilli umferð og um leið ólíkum þörfum ferðamanna hvort sem er í einkabílum eða rútum. Afgreiðslukerfið er miðlægt og er greitt fyrir alla þjónustu – hvort sem er eldsneyti eða matur á einum og sama stað. Sjö afgreiðslukassar tryggja mikla afkastagetu.

 

Þjóðhátíðarstemming í Borgarnesi

Allt útlit er fyrir mikla stemningu í Borgarnesi í dag. Dagskrá sem boðið verður upp á er fjölbreytt og ætti að vera spennandi fyrir alla aldurshópa. Hoppukastalar, andlitsmálning, skólahreysti braut, blöðrur og fleiri uppákomur. Handverkskynning úr héraði, smakk – sala frá sveitamarkaðnum Ljómalind og beint frá býli. Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 flytja svo tölu og opna stöðina formlega um klukkan 16.

 

Um klukkan 16:30 er búist við Óskari Jakobssyni hlaupara sem er að hlaupa til Ísafjarðar fyrir afar góðan málstað. Kveikjan að hlaupinu er 11 ára hetja – Finnbogi Örn Rúnarsson sem hefur gengið í gegnum miklar raunir á sinni stuttu ævi. N1 stefnir að því að taka vel á móti hlauparanum og hvetja hann áfram.

Tónlistaratriði verða flutt og þar mun húsband N1 - hljómsveitin Heavy Metan stíga á stokk ásamt fleiri tónlistarmönnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is