Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2013 06:15

Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Bifröst

Síðastliðinn laugardag var síðasta útskrift Bryndísar Hlöðversdóttur rektors frá Háskólanum á Bifröst, en hún lætur brátt af störfum og Vilhjálmur Egilsson tekur við starfi hennar. Rúmlega 60 nemendur úr símenntun, grunn- og meistaranámi voru útskrifaðir á laugardaginn. Í ræðu Bryndísar kom m.a. fram hörð gagnrýni á skólakerfið í heild og viðleitni til að sníða alla í sama stakk á kostnað fjölbreytni og gerjunar. Sagði hún það sorglega staðreynd að skólaganga væri mörgum óþægileg upplifun sem lýkur allt of oft með því að ungmenni flýja á vinnumarkaðinn áður en framhaldsskólastigi lýkur, þar sem þessi hópur er útsettur fyrir að verða atvinnuleysi að bráð. Þá tók hún undir það sem kom fram í skýrslu starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála sem skilað var til forsætisráðherra í lok árs 2012, um að færa þurfi íslenskt menntakerfi í átt að nútímanum og aðlaga það þörfum atvinnulífsins. Of margir stundi ekki nám við sitt hæfi eða í takt við það sem þörfin kallar á. Skólakerfið hefði brugðist mörgum en eitt helsta verkefni þess væri auk þess að efla þekkingu einstaklinganna, að hjálpa þeim að finna köllun sína og styrkja þá til að verða virkir og góðir þjóðfélagsþegnar.

Svo virðist sem allt of mörgum líði ekki vel í námi, en um 30% stráka segja að sér leiðist námið í framhaldsskóla, 15% stúlkna. Vandinn á ekki upphaf sitt í framhaldsskólunum, segir Bryndís, heldur byrjar hann fyrr í kerfinu og má þar sem dæmi nefna að samkvæmt rannsóknum þá getur fjórði hver drengur í 10. bekk hér á landi ekki lesið sér til gagns.

 

Bryndís hvatti stjórnvöld og alla sem í skólakerfinu starfa til að taka höndum saman og leita markvissra aðgerða til að vinna bug á vandanum. Hún talaði einnig um mikilvægi þess að skólakerfið væri fjölbreytt og hvernig Háskólinn á Bifröst hefur metið nemendur inn t.d. með tilliti til annarskonar bakgrunns. Þeir séu sumir hluti af þessu brottfalli og eftir að hafa farið í gegnum frumgreinadeildina, nú Háskólagáttina, reynast þeir oft vera bestu nemendurnir á háskólastiginu.

 

Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Útskriftarverðlaun hlutu Ótta Ösp Jónsdóttir á viðskiptasviði, Brynjólfur Tómasson á lögfræðisviði og Hrafnhildur Árnadóttir á félagsvísindasviði. Einnig hlaut María Rán Guðjónsdóttir verðlaun fyrir hæstu einkunn í meistaranámi. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skólagjöld á vorönn í tilefni af góðum námsárangri: Ingunn Dögg Eiríksdóttir á viðskiptasviði, Þórunn Unnur Birgisdóttir á lögfræðisviði og Baldur B Vilhjálmsson á Ffélagsvísindasviði. Í ávörpum fulltrúa allra útskriftarhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri mikið en það væri gott veganesti fyrir framtíðina. Talað var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Bifröst væri góður staður til að mennta sig og að búa á.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is