Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2013 08:01

Finnur Atli og Guðrún Gróa til Snæfells

Mikið var um að vera á Hótel Stykkishólmi í síðustu viku þegar endurnýjaðir voru leikmannasamningar við marga af þeim leikmönnum sem spilað hafa með karla- og kvennaliði Snæfells síðustu ár. Fyrir utan Jón Ólaf og Kristján Pétur sem skrifuðu undir nýverið hafa Pálmi Freyr, Hafþór Gunnarsson og Stefán Karel nú einnig skrifað undir. Sigurður Þorvaldsson, Jóhann Kristófer og Óttar Sigurðsson skrifuðu undir við þetta tækifæri.

Í kvennaliðinu skrifuðu allmargar undir, en þær sem voru síðasta tímabil skrifuðu næstum allar undir í vikunni: Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir, Helga Hjördís, Aníta Rún, Rebekka Rán og Silja Katrín voru allar á síðasta tímabili og verða áfram. Þegar heilmiklar endurnýjanir á samningum voru búnar var komið að tveimur nýjum leikmönnum að skrifa undir.

Finnur Atli Magnússon og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hafa ákveðið að leika með Snæfelli komandi tímabil og styrkja þau liðin verulega. Bæði koma þau frá KR þar sem þau hafa verið lykilleikmenn.

Finnur Atli hefur farið mikinn í teig andstæðinga og hafa Snæfellingar fengið sinn skammt frá honum en nú söðlar hann útá land. Finnur Atli var með 11,4 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í 28 deildarleikjum fyrir KR síðasta tímabil og mikill styrkur í miðherjastöðuna. „Mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt, Ingi bauð mér góðan samning og ef ég ætlaði einhvern tímann að prófa að breyta til þá var tíminn núna. Ég þekki flesta strákana mjög vel og þá sérstaklega Nonna Mæju. Við höfum verið í ýmsum leiðindum inni á vellinum en erum mjög góðir félagar fyrir utan hann. Það er spennandi að flytja út á land, eins og sagt er, í einn fallegasta bæ á landinu. Bróðir minn Guðmundur þekkir alla króka og kima hérna og formanninn nokkuð vel en svo vill ég auðvitað líka fara í lið sem er að berjast um titla og ég geri sömu kröfur á Snæfell eins og hjá KR að sækja alla titla sem í boði eru,“ segir Finnur Atli.

Guðrún Gróa er einn af bestu varnarmönnum kvennadeildarinnar og er mikill styrkur að fá hana í liðið með hennar reynslu og titla á bakinu úr Vesturbænum. Guðrún var með 8,2 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 35 deildarleikjum síðasta vetur hjá KR. „Ég var algjörlega óákveðin í hvað ég ætlaði að gera, klára skóla í haust eða gera eitthvað allt annað kannski og þetta hljómaði virkilega spennandi. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, viðkunnanlegur staður, alltaf gaman að koma hingað og svo þekki ég Inga Þór og Hildi Sigurðardóttir mjög vel ásamt því að kannast við hinar stelpurnar. Þetta er bara allt annar pakki en ég verið í og er mjög heillandi,“ segir Guðrún Gróa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is