Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2013 11:01

Hrím hönnunarhús opnað í Norska húsinu

Norska húsið í Stykkishólmi var opnað fyrir sumarið laugardaginn 1. júní síðastliðinn og verður opið í allt sumar frá kl. 12 til 17. Um hundrað manns mætti á opnunina en tvær nýjar sýningar voru frumsýndar við opnunina. Þetta er annars vegar sýningin Sjónarspil um Steinþór Sigurðsson sem fæddur er í Norska húsinu árið 1933 en fjölskylda hans bjó þar til ársins 1947. Steinþór stundaði listnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi á árunum 1950–1955 með leikmyndagerð sem hliðargrein og markaði síðar djúp spor í sögu Leikfélags Reykjavíkur sem leikmyndateiknari. Á sýningunni gefur að líta myndverk og módel sem unnin eru sem hugmyndir að leikmyndum. Steinþór vinnur á mörkum myndlistar og leiklistar og býr til ákveðið sjónarspil á milli listgreina. Hins vegar er það sýningin Nýjar myndir – gömul tækni eftir Hörð Geirsson safnvörð ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri en hann hefur undanfarin tvö ár tileinkað sér og notað gamla ljósmyndaaðferð við myndatökur. Hann myndar á votarplötur en sú aðferð var ríkjandi í ljósmyndun frá 1851 og fram yfir 1880. Úrval þessara mynda Harðar var sýnt fyrsta sinni í Þjóðminjasafninu í byrjun árs. Þær sýna að nýjar byggingar og nútíma fólk fær gamladags yfirbragð með þessari tækni.

 

 

 

 

Þá hefur Norska húsið, sem jafnframt er byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, fengið hönnunarhúsið Hrím til liðs við sig í sumar. Krambúðin og Hrím snúa bökum saman og bjóða upp á svokallaða „búð í búð“. Eigandi verslunarinnar og framkvæmdastjóri Hrím er Tinna Brá Baldvinsdóttir en hún hefur rekið verslun á Laugarveginum undanfarin ár.

Að lokum má geta þess að Norska húsið hefur haft frumkvæði að því að efla samstarf á milli safna í Stykkishólmi, meðal annars með því að virkja samstarf við grunnskóla bæjarins og söfnin. Nemendum í myndlistarvali 8.-10. bekkjar var boðið að sýna í Norska húsinu eftir heils árs vinnu sem fólst í að heimsækja öll söfnin í bænum: Eldfjallasafnið, Vatnasafnið og Norska húsið. Unnið var út frá hugtakinu veðrun. „Þá er í fyrsta sinn boðið upp á sameiginlegan aðgang að þessum þremur söfnum í sumar. Þetta er nýmæli og mikilvæg samvinna,“ segir Alma Dís Kristinsdóttir safnstjóri Norska hússins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is