Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2013 06:15

Tilbúnar og lausar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði fyrir hátt í þúsund manna byggð

Á kynningarfundi um tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Akranes 2013-2025 sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld komu fram allmargar fyrirspurnir. Þar á meðal var spurt um fjölda ófrágenginna og lausra íbúða í bænum og einnig fjölda tilbúinna lóða. Fram kom að í hverfum í uppbyggingu væru lausar og tilbúnar lóðir fyrir 281 íbúð í einbýli og rað- eða parhúsum í Flata- og Skógahverfi. Í framhaldi af svörum Runólfs Þórs Sigurðssonar skipulags- og byggingafulltrúi og Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra var leitt að því líkum að þegar búið væri að byggja á lóðunum og koma uppsteyptum húsum í not, væri um að ræða húsnæði fyrir hundruð íbúa þannig að nálgaðist þúsundið.

Sem kunnugt er var fjölda úthlutaðra lóða í Flata- og Skógahverfi skilað í hruninu og aðdraganda þess og er áætlað að Akraneskaupstaður eigi þar í jörð verðmæti um 800 milljónir króna. Tvær stórar blokkir hafa staðið uppsteyptar frá hruni og lentu undir Íbúðalánasjóði. Önnur þeirra við Holtsflöt seldist á dögunum en hin við Hagaflöt er óseld. Framkvæmdir eru að hefjast við blokkina við Holtsflöt og einnig eru byrjaðar framkvæmdir við blokkina Sólmundarhöfða 7 eins og Skessuhorn hefur greint frá og er nú komin í hendur einkaaðila frá Landsbankanum.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði á fundinum að margar auðar íbúðir og hús á Akranesi væri í eigu Íbúðalánasjóðs. „Við höfum mikinn áhuga fyrir að koma þessum íbúðum í not og helst vildum við að þær yrðu lagfærðar og settar á sölu eða í leigu. Það gefur bænum slæma ásýnd að hafa þessar íbúðir tómar og svo er þörf fyrir leiguhúsnæði á Akranesi. Við eigum í viðræðum við Íbúðalánasjóð um hugsanlegt samstarf á þessu sviði.“ Aðspurð segir Regína að þetta séu tugir íbúða en það sé samt einhver hreyfing á markaðnum, til dæmis með nýlegri sölu á Holtsflötinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is