Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2013 06:15

Finnst þróun ferðaþjónustu í Stykkishólmi ósmekkleg

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur starfrækt Eldfjallasafnið í Stykkishólmi síðastliðin þrjú sumur. Í grein sem birt var í Stykkishólmspóstinum á dögunum fer hann hörðum orðum um þróun ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu sem hann segir að mörgu leyti ósmekklega og til þess fallna að spilla hinni hefðbundnu bæjarmynd. „Nýjar framkvæmdir og gott framtak er lofsvert, en það skal fara fram á þann hátt að það spilli ekki einkennum bæjarfélagsins. Bæjarbúar hafa lengi getað verið stoltir af því að gömul hefð og þjóðleg menning hefur verið varðveitt í Stykkishólmi. Við eigum hér stórmerkileg og falleg gömul hús og ákveðinn hefðbundinn stíl, sem gefur Hólminum einstakt útlit. Bæði íslenskir og erlendir gestir eru heillaðir af gömlu bæjarmyndinni, sem vitnar um rótgróna íslenska hefð og er eitt helsta aðdráttarafl Hólmsins. En nú virðist mér sem alveg sé búið að gefa lausan tauminn í skipulagsmálum og fegurðarskyni, í von um meiri gróða,“ skrifar Haraldur og nefnir fjögur dæmi máli sínu til stuðnings.

 

 

 

 

Í fyrsta lagi nefnir hann áform um að reisa sjoppu fast við hlið minnisvarða látinna sjómanna við höfnina og spyr hvort það sé virðingin sem hinu látnu hetjum sé sýnd. Í öðru lagi gagnrýnir hann forsvarsmenn tveggja nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir að velja sér útlend nöfn en þetta eru fyrirtækin Harbour Hostel og Ocean Safari. Í þriðja lagi finnst honum hraðskreiðir spíttbátar ekki passa inn í friðsældina á Breiðafirði sem hann segir fæla bæði sel og fugla og geta spillt varpi á svæðinu. Í fjórða og síðasta lagi líkar Haraldi ekki dreifing á stórum og áberandi skiltum víðsvegar umhverfis höfnina sem hann segir spilla heildarútliti hafnarsvæðisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is