Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2013 08:01

Byrjaði tíu ára að nýta rafmagn til ljósa

Guðmundur Halldórsson bóndi í Magnússkógum í Hvammssveit fékk nýja dráttarvél árið 1960, en fyrir átti hann Farmal A árgerð 1946. Nýja vélin var af gerðinni Massey Ferguson en fjöldi þeirra véla, og annarra Ferguson traktora, voru fluttar til landsins á þessum tíma, þegar vélaöldin hélt innreið sína í íslenskan landbúnað. Ekki voru þessar dráttarvélar með fullkominn búnað, m.a. voru þær margar án ljósa. Þannig var með traktorinn sem kom í Magnússkóga en Guðmundur bóndi þurfti þó ekki að bíða lengi eftir að geta farið allra sinna ferða á dráttarvélinni þótt niðadimmt væri. Þótt Jónas sonur hans væri ekki nema tíu ára var hann ekki lengi að mixa ljósabúnað á traktorinn. „Ég fór snemma að grúska í rafmagni og þótt mér leiddist búskapurinn alls ekki kom eiginlega aldrei annað til greina hjá mér en að verða rafvirki,“ segir Jónas Guðmundsson, sem hefur starfað hjá Rarik í Búðardal frá árinu 1974, eða í tæplega 40 ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti Jónas að máli í ferð sinni um Dalina í síðustu viku og átti við hann spjall.

 

Rætt er við Jónas Guðmundsson starfsmann Rarik og fyrrum sveitarstjórnarmann í Dölum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is