Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2013 11:37

Útskrifuð úr Grunnskóla Snæfellsbæjar

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn í liðinni viku. Athöfnin fór fram í Ólafsvíkurkirkju og hófst á því að María Ýr Þráinsdóttir, nemandi í 10. bekk söng lagið Let it be við undirleik Hlöðvers Smára Oddssonar. Að lokinni ræðu Magnúsar Þórs Jónssonar skólastjóra spilaði Cezary Dubaj, nemandi í 10. bekk á fiðlu. Að því loknu voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur af félagasamtökum og velunnurum skólans. Fyrir stærðfræði fékk Viktoría Ellenardóttir viðurkenningu frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur, í íslensku veitti Kvenfélag Hellissands Margréti Olsen viðurkenningu, Lionsklúbburinn Þernan veitti Viktoríu Ellenardóttur viðurkenningu í ensku. Danska Menntamálaráðuneytið veitti Guðlaugu Írisi Jóhannsdóttur viðurkenningu í dönsku, Grunnskóli Snæfellsbæjar veitti Kristni Hrafnssyni viðurkenningu í norsku ásamt því að veita Viktoríu Ellenardóttur viðurkenningu í verk-list og valgreinum.

Þjóðgarðurinn og Vör veitti þeim Kristni Hrafnssyni og Viktoríu Ellenardóttur viðurkenningu í náttúrufræði, í samfélagsfræði veitti Snæfellsbær Viktoríu Ellenardóttur viðurkenningu. Lionsklúbbur Nesþinga veitti svo verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn en þau hlaut Viktoría Ellenardóttir með meðaleinkunnina 9,54. Sérstaklega voru svo kvaddir þeir Hilmar Atli Þorvarðarson og Ómar Hall af starfsfólki skólans og var þeim afhent kveðjugjöf. Að þessu loknu afhentu umsjónarkennarar 10. bekkjar, Haukur Þórðarson á Lýsuhóli og Svavar Ólafur Pétursson í Ólafsvík nemendum sínum vitnisburð vetrarins um leið og þau röðuðu sér upp fyrir myndatöku með kennurum og skólastjóra. Nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar veturinn 2012-2013 gengu svo út í vorið undir dynjandi lófaklappi. Að athöfn lokinni var kaffiveisla í skólahúsinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is