Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2013 12:52

Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, hefur keypt Sebree álverið í Kentucky af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að Century hefur eignast allar eignir Sebree álversins. Framleiðslugeta á ársgrundvelli eru 205 þúsund tonn og þar vinna yfir 500 starfsmenn. Til samanburðar voru framleidd yfir 280.000 tonn af áli á Grundartanga á síðasta ári.  Michael Bless forstjóri Century Aluminum segir í tilkynningu vegna kaupanna að með þeim breytingum sem eru að verða á orkumarkaðinum í Bandaríkjunum hafi stjórnendur fyrirtækisins hefðu fulla trú á samkeppnishæfni CA á alþjóðamarkaði. „Álver Century Aluminum í Hawesville er í um 100 km fjarlægð frá Sebree og því eru tækifæri til samvinnu í öryggis- og rekstrarmálum þar sem stefnt er að fyrsta flokks árangri. Aðgangur að opnum orkumarkaði er mikilvægur fyrir starfsemi okkar í Bandaríkjunum.

Við teljum að þeir samningar sem gerðir voru vegna orkukaupa fyrir Hawesville muni þjóna sem fyrirmynd fyrir Sebree.“ Century Aluminum Company er eigandi álvera í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar Century eru staðsettar í Chicago, Illinois.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is