Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2003 09:48

Þriðjungur grunnskólanema á Snæfellsnesi hefur áhuga á námi í heimabyggð

Undirbúningur að stofnun Framhaldsskóla á Snæfellsnesi, með aðsetur í Grundarfirði, hófst formlega í mars síðastliðinum en eins og fram hefur komið í Skessuhorni er stefnt að því að skólinn hefji göngu sína haustið 2004. Liður í undirbúningsvinnunni er ítarleg könnun sem IBM Consulting vann fyrir skólann í maí og júní þar sem meðal annars var kannað viðhorf folks á Snæfellsnesi til væntanlegs framhaldsskóla og verður stuðst við niðurstöðurnar í stefnumótun fyrir skólann. Könnunin var í þrennu lagi, meðal grunnskólanema á Snæfellsnesi, atvinnurekenda og almennings.
Meðal þess sem kom fram hjá nemendum í 9. bekk, 10. bekk og framhaldsdeildum grunnskólanna á svæðinu í könnuninni var að 90% þeirra telja mjög eða frekar líklegt að þau muni fara í nám í framhaldsskóla og rúmlega helmingur hefur mestan áhuga á námi til stúdentsprófs. Þegar spurt var um hvert hugurinn stefndi helst kom í ljós að 44% nemendanna vildi helst fara í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, 31% á Snæfellsnesi en 11% á Akranesi.
Meðal þess sem kom fram hjá almenningi , á aldrinum 18-67 var að 13% hefðu áhuga á að stunda nám á daginn ef það stæði til boða á svæðinu og 22% hefði áhuga á að stunda nám til lokaprófs á framhaldsskólastigi ef það stæði til boða á svæðinu. Athygli vekur einnig að 56% hefði áhuga á að stunda nám með vinnu ef það stæði til boða á svæðinu.
Þrátt fyrir að aðeins þriðjungur grunnskólanema í 9-10 bekk á Snæfellsnesi vilji stunda nám í heimabyggð samkvæmt könnuninni eru foreldrar ekki á sama máli því 85% af svarendum sem eiga barn á grunnskólaaldri vilja helst að barnið fari í framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Þá kom það fram meðal atvinnurekenda að 94% þeirra hefur mjög eða frekar mikinn áhuga á að starfsfólk fyrirtækisins fara í nám eða á námskeið og 78% væri tilbúinn til að bjóða starfsfólkinu upp á sveigjanlegan vinnutíma til að það geti sótt nám eða námskeið.

Jákvæðar niðurstöður
Hrönn Pétursdóttir, starfsmaður Fjölbrautaskóla Snæfellinga segist vera mjög sátt við niðurstöður könnunarinnar og segir þær jákvæðar og umfram allt gagnlegar. „Niðurstöðurnar koma til með að auðvelda okkur ákvaðarðanatöku á margan hátt og leiðbeina okkur um á hvaða sviðum við þurfum að vinna. Við sjáum t.d. að við þurfum að beita okkur gagnvart börnunum því það skiptir öllu máli að þau hafi áhuga á að stunda nám við skólann.“
Hrönn vísar þar til þess að aðeins um þriðjungur nemenda í efstu bekkjum grunnskólanna hefur áhuga á að stunda nám á Snæfellsnesi eins og fram kemur hér að framan. Hún segir þær niðurstöður hinsvegar ekki þurfa að koma á óvart. „Þessir krakkar hafa alist upp við að þeir komi til með að fara að heiman þegar þau verða sextán ára og það tekur tíma að breyta þeirri hugsun ekki síst þar sem það kann að virðast spennandi í augum fimmtán ára unglings að fara til Reykjavíkur til náms. Ég er hinsvegar viss um að ef könnunin hefði verið gerð þremur vikum seinna hefðu niðurstöðurnar verið aðrar þar sem við vorum þá með vinnudag með þessum krökkum og þá held ég að þau hafi áttað sig á því að þetta væri eitthvað sem yrði að veruleika. Það sem var ekki síst jákvætt við þessa könnun var áhugi fullorðna hópsins á að nýta sér möguleika til náms í heimabyggð og einnig viðbrögð atvinnurekenda sem voru mjög jákvæðir fyrir því að auðvelda sínu fólki að sækja sér meiri menntun,“ segir Hrönn.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is