Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2013 09:14

Fjórir Vestlendingar taka þátt í Nordic Camp í badminton

Fjögur ungmenni af Vesturlandi voru nýverið valin af Árna Þór Hallgrímssyni landsliðsþjálfara í badminton til að taka þátt í Nordic Camp, árlegum æfingabúðum badmintonsambanda Norðurlandanna. Alls fara sex ungmenni frá Íslandi í æfingabúðirnar sem fara fram í Kristianshavn í Noregi dagana 1. – 4. ágúst. Vestlendingar eru því í meirihluta í hópnum. Noregsfarar eru þau Símon Orri Jóhannsson, Tómas Andri Jörgensson og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, öll úr ÍA, og Bjarni Guðmann Jónsson úr Skallagrími. Þau eru öll á fjórtánda aldursári, eru nú að ljúka 8. bekk en þau keppa í aldursflokknum U-15 í íþrótt sinni. Í samtali við Skessuhorn kváðust þau vera afar ánægð með að vera valin til að taka þátt í æfingabúðunum og hlakka til Noregsferðarinnar í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem þau taka þátt í slíkum búðum og búast þau við þéttri en skemmtilegri dagskrá.

 

 

Þjálfarar í búðunum koma víðsvegar að úr Evrópu og má ljóst þykja að hópurinn mun öðlaðast dýrmæta reynslu í æfingabúðunum sem mun nýtast á komandi árum á badmintonvellinum. Spurð um markmið í íþróttinni kváðust þau öll ætla sér að verða Íslandsmeistarar, hvort sem væri í einliðaleik, tvíliðaleik eða tvenndarleik, en mestu skipti þó að standa sig vel á æfingum og í leik. Með krökkunum í för til Noregs verður Írena Rut Jónsdóttir, badmintonþjálfari hjá ÍA, en hún mun fara á þjálfaranámskeið tengt æfingabúðunum auk þess sem hún verður fararstjóri krakkanna í ferðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is