Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2013 12:39

Grundfirðingar stigalausir úr ferðalaginu

Meistaraflokkur Grundarfjarðar hélt í keppnisferðalag síðasta föstudag en þá voru tveir leikir á dagskrá hjá liðinu. Á föstudagskvöld mættu Grundfirðingar liði Magna frá Grenivík en sá leikur var spilaður í Boganum á Akureyri vegna slæms ástands Grenivíkurvallar sem kom illa undan vetri. Leikurinn var hörkuspennandi. Magnamenn náðu forystunni á 32. mínútu en aðeins sex mínútum síðar jafnaði Dalibor Lazic metin. Í síðari hálfleik sóttu Grundfirðingar án afláts en það voru leikmenn Magna sem náðu að skora sigurmarkið áður en yfir lauk. Virkilega svekkjandi fyrir gestina og lokatölur 2-1.

 

 

 

 

Á laugardeginum var svo haldið áfram á Fáskrúðsfjörð þar sem Leiknir Fáskrúðsfirði var næsti mótherji en sá leikur var spilaður á sunnudeginum. Grundfirðingar byrjuðu betur í þeim leik en Christian Hurtado Guillamon átti þá skot sem fór í varnarmann Leiknis og í netið á 13. mínútu leiksins. Þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik sóttu heimamenn án afláts og uppskáru þeir vítaspyrnu á 62. mínútu sem að þeir nýttu vel og staðan orðin 1-1. Á 80. mínútu fengu Leiknismenn svo aukaspyrnu sem að hafnaði í stöng Grundfirðinga, náðu þeir frákastinu og komust yfir 2-1. Gestirnir frá Grundarfirði sóttu þá í sig veðrið og voru óheppnir að jafna ekki metin þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þá áttu þeir meðal annars hörkuskalla eftir hornspyrnu sem að markvörður Leiknis gerði vel í að verja.

En tvö töp var staðreynd og uppskeran því frekar rýr eftir þetta langa ferðalag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is