Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2013 08:01

Átta verkefni fengu styrk í fyrstu úthlutun Sóknaráætlunar Vesturlands

Á föstudaginn fór fram fyrsta úthlutun Framkvæmdaráðs Vesturlands til verkefna sem valin voru í Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árið 2013 en undirritun styrktarsamninga fór fram á Hótel Borgarnesi. Átta verkefni fengu styrki, samtals 24,1 milljón króna. Hæsta styrkinn fékk Háskólinn á Bifröst, samtals 10 milljónir króna sem verða nýttar í verkefni til að auka tengsl skólans og atvinnulífsins á Vesturlandi. Markaðsátak fyrirtækja í ferðaþjónustu frá Eldborg á Mýrum að Bíldudal til eflingar ferðaþjónustu utan háannatíma fékk 4,5 milljónir króna, Dalabyggð fékk 4 milljónir króna vegna dreifnáms í Dölum sem ráðgert er að hefjist í haust, Treasures ehf. fékk 1 milljón til verkefnisins Norðurljós yfir Snæfellsjökli, Vör Sjávarrannsóknasetur fékk 1,5 milljón vegna verkefnisins Þorskaslóð, Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir á Akranesi fengu 1 milljón í verkefnið Skagaferðir, Ferðaþjónustan Þórisstaðir og Snilldarferðir ehf. fengu 1,15 milljón vegna verkefnis til að auka afþreyingu á Vesturlandi allt árið og þá fékk Þórishólmi ehf. í Stykkishólmi 1 milljón til að þróa nýjar leiðir til vinnslu og veðmætaaukningar á ígulkerum.

 

 

 

Í samtali við Skessuhorn að undirskrift lokinni sagði Gísli Gíslason formaður Framkvæmdaráðsins að hann vonaðist til að úthlutunin eigi eftir að skila góðum árangri í þeim sprotum sem verið er að stinga út og að þeir leiði af sér fleiri sprota. „Þetta eru allt mjög skemmtileg verkefni sem dreifast vítt um héraðið. Að baki þeim stendur áhugasamt fólk og vonandi að það kveiki í fleirum til að nýta þau tækifæri sem eru á Vesturlandi,“ sagði Gísli.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is