Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2013 12:01

Víkingar lágu einum færri gegn Blikum

Víkingar í Ólafsvík og stuðningsmenn þeirra fóru svekktir af Kópavogsvelli í gærkvöldi eftir 2:0 tap fyrir Breiðabliki í Pepsídeildinni. Ejup gerði þrjár breytingar á liðinu frá síðasta leik gegn Álftanesi í Bikarkeppni. Meðal annars voru þeir settir út Guðmundur Steinn Hafsteinsson sóknarmaður og fyrirliði og Brynjar Kristmundsson bakvörður, en þeir höfð báðir verið í byrjunarliðinu í allt vor. Í þeirra stað komu Guðmundur Magnússon og Alfreð Már Hjaltalín.  Lánið lék ekki við Víkinga í þessum leik, því strax á sjöttu mínútu fengu þeir dæmda á sig mjög vafasama vítaspyrnu. Árni Vilhjálmsson sóknarmaður Blika komst inn í teiginn, lenti þar í návígi við Emir Dakora en náði samt skoti sem fór yfir markið. Dómari leiksins benti á vítapunktinn og rak Emir af velli. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði út vítinu fyrir Breiðablik. Víkingar voru þar með orðnir einum færri og marki undir en samt sem áður gerðu þeir Blikum lífið leitt.

Lítið var að gerast í leiknum annað en moð milli teiga og fátt sem gladdi augað fyrir áhorfendur. Breiðablik náði síðan að gera út um leikinn með marki á 61. mínútu. Þá var aftur dæmd vítaspyrna á Víkinga. Árni Elvar Aðalsteinsson fékk stungu inn fyrir, náði að pota boltanum fram hjá Einari Hjörleifssyni markverði Víkings og féll. Mun raunhæfari vítaspyrnudómur en sá fyrri og aftur skoraði Guðjón Pétur af öryggi úr vítinu. Eftir þetta mark voru Blikar sterkari og innbyrtu sigurinn án þess að sýna mikil tilþrif í leiknum. Víkingar eru því enn með eitt stig og á botni deildarinnar.

 

Næst leika Víkingar í Pepsídeildinni gegn sjálfum Íslandsmeisturum FH á Ólafsvíkurvelli nk. sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is