Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 08:01

Hafró leggur til aukningu veiða í helstu nytjastofnum

Það voru gleðileg tíðindi sem Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsókna-stofnunar Íslands færði þegar kynnt var skýrsla um ástand nytjastofna og aflahorfur á næsta fiskveiðiári. Hafró kynnti ráðgjöf sína um úthlutun veiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár á fundi með fréttamönnum og forystu sjávarútvegsmála í landinu sl. fimmtudag. Í ráðgjöf Hafró fyrir næsta kvótaár er gert ráð fyrir auknum fiskveiðiheimildum í flestum mikilvægustu botnfiskstegundunum og einnig í stofni íslensku sumargotssíldarinnar þrátt fyrir sýkingu í stofninum og síldardauða í Kolgrafafirði síðasta vetur.

Tillögur Hafró eru um 20 þúsund tonna aukningu í þorskveiðum, hann fari úr 195.400 tonnum í 215.000 tonn. Ýsukvótinn aukist í um 2000 tonn frá aflamarki og reyndar um 4000 tonn frá tillögu Hafró á sama tíma í fyrra. Aflamark í ufsa vaxi um 7000 tonn frá síðasta fiskveiðiár og í löngu um 2000 tonn. Aflamark í íslensku sumargotssíldinni verði samkvæmt tillögu Hafró aukið úr 64. 000 tonnum frá þessu fiskveiðiári í 87.000 á því næsta. Hins vegar segja sérfræðingar Hafró mikla óvissu með loðnuveiðar á næstu vertíð, þar sem lítið hafi fundist af ungloðnu sem eigi að bera stofninn uppi. Upplýsingar um aðrar uppsjávartegundir, svo sem makrílinn, norsk-íslensku síldina og kolmunna bíði rannsókna og tillagna á vettvangi Alþjóða hafrannsóknarráðsins í haust.

Mjög jákvæður tónn var í máli Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra Hafró á fundinum sl. fimmtudag. Sagði hann stofnstærðir í öflugustu nytjastofnunum mjakast upp á við og ágætis horfur væri á því að aflamarkið í þorskinum yrði komið upp í 250 þúsund tonn eftir fjögur ár. Jóhann sagði vöxt þorskstofnsins nánast skólabókardæmi um þann árangur sem hægt væri að ná með markvissum fiskveiðistjórnunaraðgerðum. Einnig væru skilyrði í sjónum hagstæð og til dæmis engin merki um að hlýsjávarástand á miðum við landið væri á undanhaldi, en það hafa meðal annars haft áhrif á auknar makrílgöngur við landið síðustu árin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is