Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2013 12:01

Landmælingar Íslands fyrsta ríkisstofnunin til að hljóta jafnlaunavottun VR

Landmælingar Íslands, sem eru með aðsetur á Akranesi, hafa hlotið jafnlaunavottun VR en þetta er sjötta fyrirtækið sem hlýtur vottunina frá því hún var fyrst veitt í apríl síðastliðnum. Landmælingar Íslands eru jafnframt fyrsta ríkisstofnunin til þess að hljóta vottunina. „Þetta er í góðu samræmi við þá vinnu sem við höfum unnið í launa- og mannauðsmálum innan stofnunarinnar á undanförnum árum,“ sagði Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri Landmælinga Íslands í samtali við Skessuhorn, en hún er að vonum afar ánægð með þessa viðurkenningu.

 

 

 

 

Vonar að fleiri fylgi í kjölfarið

Eins og fram kom í Hagtíðindum fyrr á þessu ári mældist óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,1% á árinu 2012, þar af 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. Á heimasíðu VR segir að jafnlaunavottunin sé ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilji sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum og körlum. Þá geti vottun af þessu tagi bætt starfsanda, styrkt ímynd og jafnvel gert fyrirtækjum auðveldara um vik að fjármagna sig. „Í jafnréttislögum kemur fram að konum og körlum sem vinna hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og þau skulu njóta sömu kjara. Í vottuninni felst fagleg úttekt á þeirri vinnu sem við höfum unnið á undanförnum árum og staðfestir hún að sömu laun eru greidd fyrir jafn verðmæt störf. Ferlinu er síðan fylgt eftir með reglubundnu eftirliti en einu sinni á ári kemur úttektaraðili frá BSI á Íslandi og tryggir að jafnlaunakerfi stofnunarinnar sé virkt og að hún fylgi eigin skjalfestu verklagi sem uppfyllir kröfur staðalsins,“ segir Jensína sem segist jafnframt vona að fleiri ríkisstofnanir fylgi í kjölfarið. „Ég held að við höfum nú sett gott fordæmi fyrir aðrar ríkisstofnanir og hef ekki trú á öðru en að einhverjar fylgi í kjölfarið,“ segir Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri Landmælinga Íslands að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is