Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2013 02:01

Mikil fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefndar á Akranesi

Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013 var birtur í síðustu viku. Þar kom fram að tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á landinu öllu um tæplega 13% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013 samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins 2012. Hlutfallslega var fjölgun tilkynninga langmest á Akranesi þar sem þær fóru úr 18 fyrstu þrjá mánuði 1912 í 49 nú í ár. Fjölgunin er því nálægt 250% milli ára. Fjölgun slíkra mála er einnig mikil í Reykjanesbæ eða úr 109 í 167 á þessu tímabili, en minni annars staðar. Fleiri tilkynningar bárust um drengi, en stúlkur, en hlutfall tilkynninga vegna drengja var 53,1% fyrst þrjá mánuði ársins 2013.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi segir erfitt að draga ályktanir vegna fjölgunar barnaverndartilkynninga út frá þremur fyrstu mánuðum ársins, en um sveiflur sé að ræða þar sem tilkynningarnar hafi verið 34 fyrstu þrjá mánuðina 2011 í stað 18 í fyrra og síðan 49 núna í ár. Regína vekur athygli á því að farið var í kynningu á 112 sem barnanúmeri í byrjun árs, með greinarskrifum í Skessuhorn og á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Væntanlega hafi sú kynning orðið til þess að ýta við fólki, sem hafi svo leitt til mikils fjölda tilkynninga fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Flestar tilkynningar frá barnaverndarnefndunum á landinu voru vegna vanrækslu, eða 35,9% fyrstu þrjá mánuði ársins 2013. Einnig fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrotamála um 50% á tímabilinu frá árinu áður. Er sú fjöldun rakin til mikillar umfjöllunar fjölmiðla um þau mál frá byrjun ársins. Fjöldi tilkynninga í skýrslunni er fenginn með því að leggja saman fjöldann frá mánuði til mánaðar og þess vegna getur sama barnið átt við í tilkynningum í hverjum mánuði. Til samanburðar við Akranes má nefna að á svæði Borgarfjarðar og Dala bárust 11 tilkynningar fyrstu þrjá mánuðina í fyrra en fimm sama tímabil nú í ár. Á svæði Snæfellinga bárust sex tilkynningar fyrstu þrjá mánuði 2012 en tíu fyrstu þrjá mánuðina í ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is