Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 09:22

Ný og endurbætt vindmylla í Belgsholti

Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit hefur síður en svo látið staðar numið við rekstur vindmyllu á jörð sinni, þrátt fyrir að fyrsta vindmyllan hans hafi eyðilagst í roki einungis rúmum fjórum mánuðum eftir vígslu hennar árið 2011. Myllan sú var jafnframt fyrsta vindorkuver landsins sem tengt var inn á dreifikerfi Landsnets, en Fallorka á Akureyri keypti þá raforku sem Haraldur notaði ekki til búrekstrarins í Belgsholti en útvegaði í staðinn það rafmagn sem búið þurfti að kaupa þegar rafmagnsframleiðslan var ekki næg heima fyrir. Myllan framleiddi 70-75% af raforkuþörf búsins en afgangs orka var seld þegar vindar voru hagstæðir. Haraldur er nú ásamt aðstoðarmönnum sínum að leggja lokahönd á nýja og mikið endurbætta vindmyllu sem ætlunin er að reisa um eða upp úr næstu helgi, helst áður en heyannir taka við.

 

Spjallað er við Harald Magnússon bónda og frumkvöðul í Belgsholti í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is