Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 05:01

Horft er til Höfða sem fyrirmyndar heimilis

Um síðustu mánaðamót urðu framkvæmdastjóra-skipti á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Guðjón Guðmundsson lét þá að störfum sökum aldurs eftir alllangan og farsælan feril og við tók Kjartan Kjartansson. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti Kjartan á dögunum og átti við hann spjall kom í ljós að hans æviferill einkennist mikið af störfum að félagsmálum, ekki er það síst björgunarsveitarmaðurinn sem á sterk ítök í Kjartani. Frá því hann gekk til liðs við Hjálparsveit skáta á Akranesi árið 1985 hefur hann sinnt stjórnarstörfum, fyrst í hjálparsveitinni og síðan í Björgunarfélagi Akraness eftir að björgunarsveitirnar tvær á Akranesi voru sameinaðar. Yfirleitt hefur það verið hlutverk Kjartans í stjórnum að sinna starfi gjaldkera. Þannig var það í stjórn Starfsmannafélags Akraness þau tvö ár sem hann starfaði hjá kaupstaðnum í byrjun tíunda áratugarins og reyndar alveg þar til STAK sameinaðist Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um aldamótin. Kjartan var auk þess gjaldkeri í aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA á árunum 2005-2009, á seinni hluta tímabilsins sem því félagi var skipt í þrjú rekstrarfélög.

 

Spjallað er við nýráðinn framkvæmdastjóra Höfða, hjúkrunar-og dvalarheimilis á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is