Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2013 01:31

Sveitakaffi mun leggja áherslu á hráefni úr sveitinni

Í liðinni viku tók til starfa nýtt ferðaþjónustu-fyrirtæki í Reykholtsdal í Borgarfirði. Fjögur systkini frá Grímsstöðum hafa tekið sig saman og stofnað veitingastaðinn Sveitakaffi og jafnframt tekið á leigu golfskálann Byrgishól sem er við Reykholtdalsvöll, í Nesi. Jarðirnar Grímsstaðir og Nes liggja einmitt saman, nokkru neðar í norðanverðum dalnum en Reykholt. Systkinin heita Kristbjörg, Hannes, Gréta og Jóhanna Sjöfn, Guðmundarbörn. Öll stunda þau aðra vinnu en munu skipta á milli sín verkum og nýta hæfileika sína hvert á sínu sviði. Hannes er lærður matreiðslumaður og rak meðal annars veitingastaðinn Madonnu í Reykjavík þar til á síðasta ári. Kristbjörg rekur ásamt Sigurði Braga Sigurðssyni eiginmanni sínum trésmíðaverkstæðið Fanntófell í Reykjavík, en það fyrirtæki hóf einmitt göngu sína í Reykholti fyrir um kvartöld. Gréta starfar sem lyfjatæknir í Reykjavík en Jóhanna Sjöfn býr og starfar í sveitinni, rekur m.a. Hönnubúð í Reykholti og framleiðir auk þess smyrsl úr íslenskum jurtum, en hún er menntuð í ferðamálafræðum. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með þeim Hönnu Sjöfn og Kristbjörgu í síðustu viku og fékk að forvitnast lítillega um væntanlega starfsemi í Sveitakaffi.

 

Viðtalið við Hönnu Sjöfn og Kristbjörgu má finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is