Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 02:01

Var stolt yfir fyrsta myndverkinu tveggja ára gömul

Vitinn á Breið er nýlegur vettvangur menningarviðburða á Akranesi. Vitavörðurinn Hilmar Sigvaldason er duglegur að fá til sín tónlistarfólk og aðra listamenn til að standa fyrir viðburðum í vitanum. Um síðustu helgi var opnuð myndlistarsýning í Akranesvita, en reyndar skiptir listamaðurinn Hrönn Eggertsdóttir sýningunni í tvo hluta. Annar hlutinn heitir Landið mitt og hinn Eftirvænting. Í tilefni þessarar sýningar heimsótti blaðamaður Skessuhorns Hrönn í vinnustofu hennar í bílskúrinn að Hjarðarholti 10 á Akranesi, í Gallerí Grund. Hrönn á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga. Þegar blaðamaður hitti Hrönn að máli var hún ekki farin að koma myndunum fyrir í vitanum. „Ég er með 42 frágengin verk en verð trúlega ekki með þau öll á sýningunni. Svo á eftir að koma í ljós hvernig verkin þola óupphitað húsnæði eins og vitinn er,“ segir Hrönn. Hún skýrir nöfnin á sýningunum þannig. „Landið mitt eru myndir af landinu margar draumkenndar. Hin sýningin, Eftirvænting, eru abstrakt myndir og nafnið er tilkomið vegna þess að ég hef málað af svo mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun í vetur.“

 

Nánar er rætt við Hrönn Eggertsdóttur myndlistarkonu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is