Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2013 10:43

Eldur slökktur í íbúð á Akranesi - íbúa sakaði ekki

Eldur kom upp í uppþvottavél í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsinu Holtsflöt 6 á Akranesi í morgun. Húsráðandi tilkynnti um eldinn kl. 9:46 en ásamt honum var einn íbúi til viðbótar í íbúðinni þegar eldsins varð vart. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar komu á vettvang fáeinum mínútum síðar og hófust handa við slökkvistörf sem gengu mjög vel, að sögn Björns Bergmanns Þórhallssonar varaslökkviliðsstjóra SAH. Þeim lauk upp úr klukkan 10. Að sögn Björns Bergmanns sakaði íbúana tvo ekki en hann segir aðstæður hafi verið slíkar í íbúðinni að þegar slökkviliðið hóf störf hafi slökkviliðsmenn ekki séð handa sinna skil innan dyra. Þurfti slökkviliðsmenn að hjálpa íbúunum úr íbúðinni en þeir höfðu lokað sig af í einu herbergi íbúðarinnar og fengu aðstoð reykkafara við að komast út. Íbúðin er nokkuð skemmd eftir reyk og gífurlega mikið sót. Slökkviliðið vinnur nú að reykræstingu íbúðarinnar.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is