Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 10:02

Búast má við mikilli umferð vegna Bíladaga á Akureyri

Hinir árlegu Bíladagar verða haldnir um næstu helgi á Akureyri. Þeir hefjast í dag, 13. júní og lýkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. „Þetta er mikil hátíð áhugamanna um ökutæki og akstursíþróttir og það má því búast við mikill umferð til Akureyrar næstu daga fram að helgi. Umferðarstofa og Bílaklúbbur Akureyrar vilja hvetja þátttakendur til að varpa ekki skugga á þessa annars ágætu hátíð með akstursmáta sem skapað getur hættu og óþægindi í almennri umferð eða truflun fyrir íbúa,“ segir í tilkynningu frá Umferðarstofu.  Þá segir að ágætt sé að hafa í huga að í akstursíþróttafélögum eru strangar siðareglur og hörð viðurlög við því ef menn gerast brotlegir við umferðarlög á leið til og frá keppni. „Sama á við um brot á þeim reglum sem gilda á Bíladögum. 

Mikil áhersla er lögð á að menn séu ekki að ástunda einhvern þann akstursmáta í almennri umferð sem aðeins á heima í keppnum eða á til þess gerðum æfingasvæðum. Búið er að setja upp afmörkuð og örugg svæði þar sem gestir geta reynt aksturshæfni sína bæði í leik og keppni og mikilvægt er að slík iðja takmarkist við þau svæði. Það þarf ekki nema einn til að skemma ímynd alls hópsins og ábyrgðin er því mikil. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri verður mikið umferðareftirlit nú sem fyrr.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is