Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 11:56

Dómsmál vegna innheimtu gjaldfallina lána vegna jarða á Mýrum

Í dag er áætluð fyrirtaka í skuldamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefnandi málsins er fyrirtækið Drómi og er það til komið vegna innheimtu skuldar vegna jarðakaupa fimm einstaklinga sem allir eru fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi. Það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Einarsson, Steingrímur P. Kárason og Magnús Guðmundsson. Einnig er félögunum Hvítstaðir ehf. og Langárfossi ehf. stefnt. Forsaga dómsmálsins er sú að árið 2003 stofnuðu fimmmenningarnir félagið Hvítstaði til kaupa á samnefndri jörð og fleiri jörðum við Langá á Mýrum, en jarðirnar voru ætlaðar undir sumarhús en þeim fylgir einnig mikil laxveiðihlunnindi. Síðar keypti félagið Langárfoss fyrir 300 milljónir króna, en eina eign Langárfoss var samnefnd jörð sem hafði verið keypt á 85 milljónir tveimur árum áður en henni fylgja mikil laxveiðihlunnindi.

Árið 2005 bauð Sparisjóður Mýrasýslu upp helming jarðarinnar Grenja sem sparisjóðurinn hafði fengið frá Borgarbyggð í makaskiptum fyrir aðra eign. Eigendur hins helmings Grenja buðu að staðgreiða 55 milljónir króna fyrir jörðina, sem var matsverð hennar þá. Ellefu boð voru lögð fram af félaginu Hvítstöðum í jörðina, bæði undir og yfir matsverði. SM tók tilboði Hvítstaða upp á tæpar 70 milljónir og lánaði sparisjóðurinn sjálfur félaginu til kaupanna með fimm ára kúluláni.

 

Skuldin sem innheimta á með dómsmálinu, er til komin vegna kúlulána frá Sparisjóði Mýrasýslu og SPRON, sem Drómi á nú. Sparisjóður Mýrasýslu lánaði félaginu samtals tæpar 100 milljónir króna og SPRON rúmar 300 milljónir. SPRON lánið átti að greiðast árið 2010 en var endurfjármagnað í desember 2008 og átti þá að greiðast árið 2013. Það lán gekk svo inn til Dróma og ekki hefur verið staðið við vaxtagreiðslur af því. Sökum þess hefur Drómi höfðað innheimtumálið á hendur Kaupþings-stjórnendunum fimm til að innheimta lánið sem nú er um milljarður króna samkvæmt heimildum Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is