Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2013 04:39

Lögreglan athugaði ástand bíla á hringveginum við Borgarnes

Um miðjan daginn fór fram sameiginlegt eftirlitsátak lögregluembættanna á Suðvesturlandi við hringtorgið á gatnamótum Hringvegarins og Snæfellsnessvegar norðan við Borgarnes. Lögreglan beindi allri umferð bíla sem kom að sunnan- og norðanverðu inn á götuna Sólbakka þar sem lögreglumenn ræddu við ökumenn og skoðuðu um leið ástand bíla þeirra. Að sögn Theodórs Kr. Þórðarsonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum stóðu lögregluembættin á Hvolsvelli, Selfossi, Suðurnesjum og Reykjavík að átakinu ásamt fleiri aðilum á borð við Vegagerðina og Umferðarstofu. Athugað var m.a. ástand bifreiða og vagna en einnig er hvort bílar voru löglega skoðaðir. Theodór segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á að skoða ástand bílaleigubíla enda aðal ferðamannatími landsins runninn upp.

Nokkur bílaröð var á Sólbakka þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið um hringvegnn við Borgarnes á fjórða tímanum í dag og var nokkurra mínútna töf á umferð. Vinna hjá fyrirtækjum á Sólbakka raskaðist nokkuð eftir að umferð var beint inn á götuna og sagði forsvarsmaður eins þeirra, Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks, við blaðamann að betur hefði farið ef fyrirtæki við götuna hefðu verið látin vita fyrirfram að til stæði að beina þangað umferð frá hringveginum. Átakinu lauk kl. 17 en búast má við að það verði endurtekið á suðvesturhorninu á næstu dögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is