Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2013 03:01

Áformað að dreifinám hefjist í Búðardal í haust

Vinnuhópur um námsdeild á framhaldsskólastigi í Dölum leggur til að sveitarfélagið Dalabyggð hrindi verkefninu af stað í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Stefnt verði að því að kennsla hefjist á komandi hausti. Fyrir liggi að skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar hafi staðfest að skólinn sé tilbúin að taka að sér umsjón dreifnáms í Dalabyggð. Vinnuhópurinn hefur skoðað húsnæði Rauða kross Íslands í Búðardal og efri hæð Leifsbúðar og telur báða staði koma til álita fyrir starfsemina, en húsnæði RKÍ að sumu leiti heppilegra. Byggðarráð Dalabyggðar tók undir tillögu vinnuhópsins á fundi sínum sl. þriðjudag og vísaði henni áfram til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

 

 

 

Fyrir fundi byggðaráðs lá bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 3. júní sl. Þar sem fram kemur að ráðuneytið geri ekki athugasemdir við að Dalabyggð bjóði upp á dreifnám í samstarfi við framhaldsskóla skólaárið 2013-2014. Forsendurnar fyrir því þurfi að vera að námið sé fjármagnað úr sóknaráætlun Vesturlands og af Dalabyggð og nemendaframlög rúmist innan fjárheimilda viðkomandi framhaldsskóla. Þá liggur fyrir samkomulag milli Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um fjögurra milljóna króna framlag af Sóknaráætlun Vesturlands, eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is