Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2013 03:37

IsNord tónlistarhátíðin hófst í gær

IsNord tónlistarhátíðin í Borgarfirði hófst í gærkvöld á tónleikum í Hjálmakletti í Borgarnesi þegar fram komu borgfirsku hljómsveitirnar Waveland og Quintet Heimis Klemenzsonar. Góð stemming var á tónleikunum og fluttu báðar hljómsveitir frumsamin lög sem lögðust vel í tónleikagesti. Dagskrá IsNord heldur síðan áfram í kvöld í Reykholtskirkju. Þá fara fram tónleikar með kontraaltsöngkonunni Margréti Brynjarsdóttir og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Margrét er 26 ára gömul og er fædd og uppalinn í Borgarnesi. Hún hefur stundað söngnám á Norðurlöndunum og er að útskrifast með meistaragráðu í söng frá Tónlistarháskólanum í Osló. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.

Þriðju tónleikarnir fara fram á morgun, laugardag. Um er að ræða útitónleika í Englendingavík í Borgarnesi þar sem Þóra Sif Svansdóttir jazzsöngkona og Birgir Þórisson hljómborðsleikari koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 en ýmislegt verður um að vera í víkinni þennan sama dag. IsNord lýkur síðan á sunnudaginn með tvennum tónleikum einnig í Borgarnesi, svokölluðum stofutónleikum heima hjá tónlistarkonunum Theodóru Þorsteinsdóttur og Zsuzsönnu Budai. Að sögn Jónínu Ernu Arnarsdóttur skipuleggjenda IsNord verða stofutónleikarnir eitthvað styttri í tímalengd en venjulegir tónleikar en fram koma góðir gestir sem Theodóra og Zsuzsanna hafa boðið að koma fram með sér. Tónleikar Theodóru hefjast kl. 14:30 og tónleikar Zsuzsönnu kl. 16:00.

 

Jónína vildi koma því á framfæri að einungis fimmtíu miðar verða í boði á hvora tónleika þar sem þeir eru haldnir á heimilum listamannanna. Léttar veitingar verða í boði á báðum tónleikastöðum. Miðasala á IsNord er á midi.is og við inngang. Ókeypis er verður á útitónleikanna í Englendingavík. Nánari upplýsingar er að finna á síðu IsNord á sveitasímanum (e. Facebook) og á heimasíðunni isnord.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is