Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2013 06:15

Finnur opnar ljósmyndasýningu á morgun

Finnur Andrésson áhugaljósmyndari á Akranesi opnar á morgun, sunnudag, ljósmyndasýningu í salnum á Skólabraut 26-28 (gamla Akrasport). Þar sýnir hann um 30 myndir sem hann hefur tekið á Akranesi og nágrenni síðustu misserin. Finnur er í Vitanum, félagi áhugaljósmyndara á Akranesi, en ástæðan fyrir því að hann efnir til þessarar sýningar er að hann sótti um þegar Akraneskaupstaður auglýsti í vetur eftir styrkjum til þeirra sem höfðu hug á að gangast fyrir viðburðum í sumar. „Ég átti eiginlega ekki von á að fá styrkveitingu en var að sjálfsögðu mjög ánægður,“ segir Finnur, en hann hefur aðeins búið í rúm þrjú ár á Akranesi og er ákveðinn í að eiga þar heima áfram.

„Það má segja að ég hafi alist upp í „gettóinu“ í neðra Breiðholtinu í Reykjavík. Ég hef átt ýmiss áhugamál, spilaði á gítar og var líka að fást við að mála. Þegar ég fluttist hingað á Akranes var ég nýbúinn að kaupa góða myndavél. Á ferðum mínum um bæinn sá ég hitt og þetta myndefnið og skemmtileg sjónarhorn víða þannig að mér fannst eiginlega myndirnar verða til áður en ég var búinn að taka þær. Það eru margir fallegir staðir hérna á Skaganum og ég held að mestallt mitt myndefni sé héðan.“ Finnur segir að frá því ljósmyndadellan heltók hann hafi hann verið duglegur að koma sínum myndum á framfæri og selji mikið af myndum. Auk þess gerir hann lyklakippur og segla með myndum sem rjúka út að hans sögn.

 

Formleg opnun ljósmyndasýningar Finns er á morgun kl. 13:30. Sama dag verður opið til kl. 17 og það verður einnig opnunartími á virkum dögum. Um helgar verður sýningin opin kl. 13-18, en hún stendur fram til 13. júlí nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is