Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2013 12:08

Hundruð málaðra steina við sögufrægt hús í Borgarnesi

Skúlagata 14 í Borgarnesi er eitt þeirra húsa sem setur sterkan svip á gamla bæinn. Það er á horni Skúlagötu og Egilsgötu, tvílyft eldra hús með sögu. Það var byggt seint á öðrum áratugnum og hýsti m.a. Sparisjóð Mýrasýslu allt frá 1920 til 1962 að flutt var í nýtt húsnæði að Borgarbraut 14 þar sem Ráðhús Borgarbyggðar er í dag. Segja má að Skúlagata 14 hafi verið fyrsta „alvöru“ skrifstofa sjóðsins eftir að starfsemin hafði færst úr einni skrifborðsskúffu í Gömlu-Sölku nokkru neðar við Skúlagötuna. Hjónin Þorvaldur Jósefsson, kenndur við Sveinatungu, og Ólöf Geirsdóttir kona hans eiga húsið nú og búa á neðri hæð þess, en dóttir þeirra Þórdís Margrét og Blængur Alfreðsson maður hennar búa á efri hæðinni. Þorvaldur er þekktur fyrir að vera lunkinn ræktandi góðra hrossa og á enn nokkrar kynbótahryssur sem hann lítur til og annast. Ólöf Geirsdóttir hefur ýmis áhugamál og meðal þeirra er málun á steina. Hún leyfir vegfarendum að njóta afrakstursins, en hundruðum málaðra steina með fígúrum, dýrum, húsum og landslagi má sjá í hlöðnum vegg framan við húsið.

Þannig má t.d. sjá alla barbapabba fjölskylduna, hrossin hans Valda og sitthvað fleira þegar rýnt er í listaverkin. Ólöf segist hafa gaman af þessu föndri og hlúir vel að listaverkunum því hún tekur steinana niður á veturna og geymir í kössum til að þeir varðveitist betur. Á vorin er þeim svo komið fyrir á nýjan leik ásamt þeim sem bæst hafa við um veturinn. Skreyting þessi vekur ómælda athygli ferðamanna sem oftar en ekki stöðva för sína á göngu um gamla bæinn í Borgarnesi og mynda steinana hennar Ólafar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is