Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júní. 2013 01:57

Hvalvertíðin hafin og von á fyrstu dýrunum til vinnslu síðar í vikunni

Hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 héldu úr Reykjavíkurhöfn áleiðis á miðin vestan við landið í gærkvöldi. Binda menn vonir við að skipin komi með fyrstu dýrin til vinnslu í Hvalfirði um miðja þessa viku. Veiðarnar nú eru þær fyrstu eftir tveggja ára hlé og á ný mun því lifna yfir Hvalstöðinni í Hvalfirði sem haldið hefur verið ágætlega við undanfarin ár af föstum starfsmönnum sem þar hafa unnið. Á annað hundrað manns fá svo vinnu meðan á vertíðinni stendur eða fram á haustið þegar veiðum er yfirleitt hætt vegna minnkandi skyggnis, hafi ekki náðst að fylla kvótann. Flestir starfsmenn eru í landi, bæði í Hvalfirði við hvalskurð og bræðslu, en einnig á hvalveiðiskipunum og í vinnslu í Hafnarfirði og jafnvel á Akranesi, þar sem hvalkjötið verður skorið, snyrt og fryst. 

Veltur á góðu skyggni

Ólafur F. Ólafsson er skipstjóri á Hval 9 og hefur hann langa reynslu af hvalveiðum og annarri sjómennsku, enda stundað sjóinn í hartnær 50 ár. Í viðtali við Skessuhorn nýverið sagði Ólafur að veðrið spili alltaf stórt hlutverk í hvalveiðunum. „Þetta veltur allt á góðu skyggni. Við erum alveg blindir í þoku og getum líka lítið aðhafst við veiðarnar í brælu og veltingi. Við þurfum eingöngu að treysta á sjónina og eina hjálpartækið okkar er sjónauki,“ segir Ólafur. Öll nútímatækni leysir því ekki mannlega sjón af hólmi og innsæi skipverja við þessar óvenjulegu veiðar.

 

Hvalveiðiskipin eru komin til ára sinna og hefur það vakið aðdáun margra hversu tilbúin þau eru jafnan til veiðanna með skömmum fyrirvara. „Hvalur 8 verður 65 ára á þessu ári og Hvalur 9 verður 61 árs. Tækin í brúnni eru nú ekki mörg eða flókin. Þar er ratar og plotter auk staðsetningartækja. Engin hjálpartæki eru til við hvalveiðarnar. Þegar þessir bátar voru keyptir frá Noregi voru astiktæki í þeim sem Norðmenn gátu nýtt sér við hvalveiðarnar en þau voru tekin úr þegar Hvalur hf. keypti bátana á sínum tíma. Þessi skip standa þó fyllilega fyrir sínu enn þann dag í dag, enda hefur þeim verið haldið mjög vel við af eigendum Hvals hf.“

 

Gufukatlar vélanna kyntir með hvalalýsi

Hvalbátarnir eru einu skipin í íslenska flotanum í dag sem eru knúinn gufuvélum. Ekki eru þó gufukatlarnir kolakyntir lengur heldur olíukyntir. „Það er rétt, vélarnar eru gufuknúnar en katlarnir eru svartolíukyntir 80% og 20% með hvalalýsi þannig að við erum í raun að veiða hluta orkunnar sem notuð er til að knýja vélarnar. Þessar vélar skila mikilli orku og mesti ganghraði skipanna getur verið 15 sjómílur á klukkustund. Við notum þá orku aldrei að fullu því olíueyðslan margfaldast við að fara upp fyrir 12 sjómílna ganghraða. Þess vegna höldum við okkur við það á leið á miðin,“ sagði Ólafur F Ólafsson skipstjóri á Hval 9 sem nú er á veiðum djúpt vestan við landið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is