Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 08:01

Jökulmílan fór fram síðasta laugardag á Snæfellsnesi

Hin árlega Jökulmíla var haldin síðasta laugardag. Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburðurinn sem skipulagður er hér á landi. Það eru Hjólamenn.is sem standa fyrir keppninni þar sem leiðin er umhverfis Snæfellsnes. Ræst var klukkan 11:00 frá Grundarfirði og hjólað áleiðis til Ólafsvíkur og fyrir jökul. Þaðan er farið að Vegamótum, yfir Vatnaleið og endað svo á ný á upphafsreit í Grundarfirði. Alls eru hjólaðir 160,9 km, eða 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla „Aldarskeið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs. 61 keppandi skráði sig til leiks í Jökulmíluna auk þess sem 35 voru skráðir í hálfa Jökulmílu. Þeir voru ræstir frá Búðum klukkan 13:00 og hjóluðu því helming leiðarinnar. Hjólreiðamennirnir fengu fínasta veður á laugardaginn þó svo að sumir hafi kvartað undan smá mótvindi á Vatnaleiðinni.

Keppnin þótti takast einstaklega vel og létu hjólreiðamennirnir vel að keppninni og reiknuðu flestir með að mæta aftur að ári enda mikil náttúrufegurð sem þeir upplifa á leiðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is