Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2003 09:19

Runólfur Vestlendingur ársins

Val á manni ársins á Vesturlandi, eða Vestlendingi ársins 2002, var kynnt við stutta athöfn í Maríukaffi á Safnasvæðinu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Það er Skessuhorn sem stendur að valinu líkt og undanfarin ár en þetta er í fimmta sinn sem blaðið útnefnir Vestlending ársins. Tilgangur verðlaunaafhendingarinnar hefur frá upphafi verið að vekja athygli á því sem vel er gert og veita örlítið klapp á bakið, þeim sem það eiga skilið að mati blaðsins.
Við verðlaunaafhendinguna á Akranesi kom fram að þegar um er að ræða útnefningar af þessu tagi sé ekki hægt að reikna saman stig eða telja mörk líkt og í íþróttakappleikjum heldur verði fyrst og fremst um huglægt mat að ræða. Líkt og oftast áður var farin sú leið að skipa dómnefnd nokkurra einstaklinga sem eru í aðstöðu til að hafa þokkalega yfirsýn yfir það sem er að gerast á Vesturlandi. Auk þess var leitað eftir tilnefningum og hugmyndum víða að. Það var því mat dómnefndar að þeir sem tilnefndir voru til verðlaunanna væru þeir sem helst hefðu skarað framúr á síðasta ári.
„Topp tíu“
Tíu aðilar voru tilnefndir að þessu sinni og eru þeir í stafrófsröð:
Hanna Laufey Jónasdóttir, tíu ára gömul stúlka á Jörva í Kolbeinsstaðahreppi sem með snarræði og réttum viðbrögðum kom í veg fyrir stórbruna á heimili sínu skömmu fyrir jól.
Ingi Hans Jónsson, þúsund þjalasmiður í Grundarfirði sem meðal annars stendur að uppbyggingu sagnagarðs í sinni heimasveit.
Ingólfur Árnason, uppfinningamaður og einn eigenda Skagans sf. Fyrirtækið kynnti á síðasta ári nýjunga Sjávarútvegi sem margir vilja meina að geri landvinnslu hagkvæma á nýjan leik.
Ísólfur Haraldsson og Árni Gíslason forstöðumenn Bíóhallarinnar á Akranesi fyrir að standa fyrir endurreisn bíóhallarinnar sem menningarhúss á Skaganum.
Jósef Örn Blöndal, yfirlæknir á Sanfriskusspítalanum í Stykkishólmi fyrir að gera spítalann í Sth að háskólasjúkrahúsi.
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands fyrir gagnmerkar rannsóknar.
Runólfur Ágústsson rektor viðskiptaháskólans á Bifröst fyrir gríðarlega uppbyggingu í hrauninu undir Grábrók.
Svanur Tómasson í Ólafsvík fyrir frækilegt björgunarafrek á haustdögum þegar hann lagði sig í bráða lífshættu við að bjarga föður sínum sem hafði hrapað í sjó fram á vélskóflu.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrir góða vinnu að samgöngumálum og öðrum framfaramálum í kjördæminu.
Þorsteinn Þorleifsson fyrir uppbyggingu steinaríkisins sem er einn af burðarásum í glæsilegu safanavæði á Skaganum.

Hinir útvöldu
Af þessum tíu tilnefndu voru síðan þrír útvaldir og fengu þeir sérstakar viðurkenningar.
Vestlendingur ársins 2002 var valinn Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Við athöfnina á Maríukaffi kom fram að hann hefði stjórnað gífurlegri uppbyggingu háskólaþorpsins á Bifröst síðustu ár sem náði hámarki á síðasta ári með vígslu nýs skólahúss.
Í öðru sæti varð Þorsteinn Þorleifsson sem hefur drjúgan þátt í að margfalda aðsóknina að safnasvæðinu að Görðum með uppbyggingu hins sérstaka og gríðarlega vinsæla steinasafns, Steinaríkis Íslands.
Í þriðja sæti urðu síðan þeir Ísólfur Haraldsson og Árni Gíslason forstöðumenn bíóhallarinnar á Akranesi sem nýtur ört vaxandi vinsælda á nýjan leik sem bíóhús og tónleikahús.
Skessuhorn óskar verðlaunahöfunum og öðrum sem tilnefndir voru að þessu sinni til hamingju með góðan árangur á síðasta ári.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is