Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2003 02:17

Umboðsmaður Alþingis krefur bæjarráð svara

Bæjarráði Akraness hefur borist bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem óskað er upplýsinga um svör Akraneskaupstaðar við erindi lögmanns íbúa að Heiðarbraut 37 vegna hávaða og ónæðis frá körfuboltavelli á lóð Brekkubæjarskóla. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara, hefur umræddur aðili kvartað undan hávaða um árabil. Jón sagði bæjaryfirvöld hafa gert ýmislegt til að koma til móts við viðkomandi í þessu máli.
„Við höfum bæði lækkað körfuboltaspjöldin þannig að aðstaðan verði minna aðlaðandi fyrir fullorðið fólk til að leika sér. Einnig hafa bæjaryfirvöld gengið þannig frá aðkomunni að ekki er hægt að keyra bifreiðum á völlinn og skapa þannig hávaða sem yllu nágrönnunum ónæði. Einnig hefur verið sett upp aðstaða fyrir neðan skólabygginguna fyrir iðkendur körfuboltans. Þá höfum við komið þeirri kröfu áleiðis til lögreglunnar að halda uppi eðlilegri löggæslu á svæðinu en það er lögreglunnar að sjá til þess að ákvæði lögreglusamþykktar séu haldin hvað varðar ónæði gagnvart íbúum bæjarins. Eðlilegt hefur þótt að á leiksvæðum við skóla séu til staðar körfuspjöld og aðstaða fyrir nemendur til leikja á meðan skólatíma stendur. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé í lagi að fullorðið fólk sé að leika sér þarna fram eftir kvöldi eða nóttu og skapa ónæði fyrir næstu nágranna. Bæjaryfirvöld hafa ekki fundið leiðir til að útbúa leiktækin og búnað á skólalóðunum þannig að ekki verði hægt að nota þau eftir að skóla lýkur á daginn.“
Jón Pálmi sagði kvörtun íbúans nú snúast um það að honum finnst bæjaryfirvöld ekki hafa gert nóg til að draga úr þessum hávaða. Bæjaryfirvöld munu á næstu dögum svara erindi Umboðsmanns, sem síðan leggur mat á hvort bærinn hafi brotið á þeim sem kvartar. Úrskurður Umboðsmanns er ekki bindandi fyrir sveitarfélagið að áliti Jóns Pálma en hann telur jafnframt að Akraneskaupstaður muni skoða þetta mál að nýju í framhaldi af umræddu bréfi Umboðsmanns.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is