Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2003 10:38

Mikil vonbrigði

Stefnumótun í menningarmálum á Vesturlandi, sem sagt hefur verið frá í Skessuhorni, hefur nú verið gefin út í lokaútgáfu og var skýrslan send til Menntamálaráðuneytisins í desember sl. að sögn Hrefnu Bryndísar Jónsdóttur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. „Þrátt fyrir það og mikinn þrýsting á ráðuneytið og alþingismenn Vesturlands tókst ekki að fá framlag til menningarsamnings á Vesturlandi á fjárlögum fyrir árið 2003. Þessi niðurstaða hefur valdið okkur miklum vonbrigðum. Fjöldi menningarverkefna af ýmsum stærðum og gerðum eru nú þegar í gangi hér á Vesturlandi og var það von okkar að með því að fá menningarsamning við hið opinbera yrði hægt að efla menningarstarf með markvissum hætti á komandi misserum. Við gerðum okkur vonir að fá a.m.k. 20 milljónir kr. til málaflokksins á árinu, en sú ályktun var einkum dregin af menningarsamningi Austfirðinga við hið opinbera en Austfirðingar fengu á árinu 2002 25 milljónir kr. til menningarverkefna og fá sömu upphæð í ár. Að okkar mati er þarna verið að mismuna landshlutum gríðarlega,“ segir Hrefna.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is