Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2003 08:18

Adolf í fimmta sæti í stað Vilhjálms

Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi var haldið í Dalabúð í Búðardal um síðustu helgi. Fyrir fundinn lá að samþykkja endanlegan framboðsliðsta flokksins í hinu nýja kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sem kunnugt er, hélt flokkurinn prófkjör þann 9. nóvember sl. til að raða niður í efstu sæti listans. Í kjölfar þess spunnust miklar deilur um hvort prókjörsreglur hefðu verið sniðgengnar og beindist athyglin ekki síst að utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Akranesi. Stjórn kjördæmisráðsins hafði fyrr í mánuðinum vísað frá kæru Vilhjálms Egilssonar vegna framkvæmdar prófkjörsins, en engu að síður var nokkur umræða um málið á kjördæmisþinginu.
Í tillögu kjörnefndar, sem lögð var fram á fundinum, var gert ráð fyrir að fjögur efstu sætin yrðu samkvæmt niðurstöðum prófkjörsins, þ.e. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra í fyrsta sæti, Einar K Guðfinnsson, í öðru sæti, Einar Oddur Kristjánsson í þriðja og Guðjón Guðmundsson í því fjórða. Vilhjálmur Egilsson hafnaði, sem kunnugt er, í fimmta sæti í prófkjörinu en hann hefur nú sagt af sér þingmennsku og snúið til starfa í Washington. Kjörnefnd gerði tillögu þess efnis að Adolf Berndsen framkvæmdastjóri á Skagaströnd tæki fimmta sætið. Þá var lögð fram breytingatillaga þess efnis að Jóhanna Pálmadóttir, bóndi á Akri í Austur Húnavatnssýslu, tæki fimmta sætið en hún hafnaði í sjötta sæti í prófkjörinu. Adolf gaf hinsvegar ekki kost á sér í umræddu prófkjöri. Breytingatillagan var felld með 80 atkvæðum gegn 52. Adolf verður því í fimmta sæti en Jóhanna í því sjötta. Í Sjöunda sæti verður Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, í áttunda sæti Katrín María Andrésdóttir, svæðisfulltrúi RKÍ á Sauðárkróki, í níunda sæti Helga Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Borgarnesi og Gauti Jóhannesson læknanemi, Akranesi í því tíunda.

Sterkur listi
„Ég tel að þessi framboðslisti sé sterkur og er mjög bjartsýnn á það sem framundan er“ segir Sturla Böðvarsson oddviti listans. Aðspurður um kvenmannsleysi í efstu sætunum segir hann að það sé niðurstaða úr prófkjöri sem ráði því. „Það var fólkið í kjördæminu sem komst að þessari niðurstöðu, en ég er mjög ánægður með að fá til samvinnu þessar konur sem koma þarna inn þótt þær séu ekki í efstu sætunum. Þetta hefur ekki gengið hávaðalaust fyrir sig en Sjálfstæðismenn eru samhentir og standa þétt saman þegar á hólminn er komið og það kom skýrt fram á kjördæmisþinginu,“ segir Sturla.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is