Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2003 11:14

Áhyggjur af ört vaxandi atvinnuleysi

Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands fundaði í gær og urðu þar miklar umræður um ört vaxandi atvinnuleysi í landshlutanum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum:
„Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands lýsir áhyggjum sínum yfir vaxandi atvinnuleysi á Vesturlandi sem aukist hefur verulega á síðustu vikum og mánuðum. Ráðið skorar á stjórnvöld að hraða, sem kostur er, undirbúningi að stækkun álversins á Grundartanga m.a. með framlagningu frumvarps á Alþingi sem heimilar stækkunina. Jafnframt beinir ráðið því til sveitarfélaganna á Vesturlandi að huga vel að möguleikum á átaksverkefnum í byggðalögum sínum.
Greinargerð:
Á Vesturlandi eru nú 319 einstaklingar án atvinnu og hefur þeim fjölgað verulega. Er nú svo komið að þessi þróun er farin að hafa mikil áhrif á fjölda heimila. Atvinnuleysið er það mesta sem verið hefur á Vesturlandi undanfarin ár. Það hefur syrt í álinn nú síðasta árið. Á sama tíma, árið 2001, voru 105 skráðir án atvinnu en nú hefur þeim fjölgað um rúm 200 %.
Flestir eru án atvinnu á Akranesi eða 164. Í Borgarbyggð eru 82 einstaklingar nú án atvinnu. Enn er nokkur hreyfing á störfum á Akranesi en í Borgarbyggð er ástandið slæmt að því leyti að kyrrstaða ríkir og lítil hreyfing á vinnumarkaði. Því er nauðsynlegt að beiðni frá atvinnulífinu um frekari uppbyggingu á Grundartanga nái fram að ganga. Það myndi snúa þessari alvarlegri þróun við og áhrifa gæta mjög með fjölgun starfa á Akranesi og í Borgarbyggð ásamt í uppsveitum Borgarfjarðahéraðs.
Á Snæfellsnesi og í Dölum hefur atvinnuástandið verið þokkalegt en einstaklingum án atvinnu fer nú fjölgandi í Dalasýslu og er ljóst að það mun aukast nú á næstu mánuðum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is