Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2003 10:15

Vesturland í slakara lagi

Grunnskólanemar á Vesturlandi koma heldur illa út úr samræmdu prófunum í 4. og 7. bekk sem þreytt voru síðastliðið haust ef borið er saman við aðra landshluta. Í Samræmdu prófunum eru einkunnir gefnar á kvarðanum 1-9 og normaldreifðar þannig að aðeins ákveðið hlutfall á landsvísu getur fengið hæstu einkunn osfrv. Með öðrum orðum gefa einkunnir fyrst og fremst til kynna frammistöðuna miðað við aðra sem þreyta sama próf. Í 4. bekk er meðaleinkunn vestlenskra barna í íslensku 4,8 sem er það þriðja lægsta á landsvísu en aðeins Vestfirði með 4,7 og Suðurnes með 4,4 eru lægri. Í stærðfræði er útkoman töluvert betri en Vestlendingar fengu 5,0 í meðaleinkunn sem er landsmeðaltal. Fjórir landshlutar fengu 5,1 í meðaleinkunn en Vestfirðingar með 4,7, Norðurland vestra með 4,9 og Suðurland með 4,6 voru Vestlendingum að baki.
Í sjöunda bekk eru vestlenskir grunnskólanemar með næstlægstu meðaleinkunnina, 4,5 en aðeins Suðurnesjamenn með 4,3 eru lægri. Hæsta meðaleinkunnin er í nágrenni Reykjavíkur og á Norðurlandi eystra 5,2. Í stærðfræðinni eru Vestlendingar með 4,7 en aðeins Suðurnesjamenn með 4,5 eru lægri.
Misjafn árangur
Þegar bornir eru saman skólar á Vesturlandi er Grundaskóli á Akranesi með yfirburði í stærðfræði í fjórða bekk en þar er meðaleinkunnin 6,0. Í öðru sæti er Brekkubæjarskóli með 5,5 í meðaleinkunn. Lægsta einkunnin er hinsvegar í Grunnskóla Eyrarsveitar, 3,6. Í íslensku eru nemendur grunnskólanna á Akranesi með sömu meðaleinkunn í efsta sæti 5,1. Lægsta einkunnin er í Kleppjárnsreykjaskóla, 3,4. Í sjöunda bekk eru nemendur Varmalandsskóla með langhæstu einkunnina í báðum fögunum, 6,0 í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Lægstu meðaleinkunnina í stærðfræði hlutu nemendur Grunnskólans á Hellissandi, 3,2 en í íslensku voru nemendur Heiðarskóla með lægstu einkunn, 3,4.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is