Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 10:25

ÍA tapaði fyrir KR í tvískiptum leik

Skagamenn léku sinn besta hálfleik í Pepsídeildinni á þessu sumri þegar þeir sóttu KR-inga heim í Vesturbæinn á sunnudagskvöldið. Gestirnir voru betra liðið framan af og voru óheppnir að hafa ekki tvö til þrjú mörk í forskot í leikhléinu. Leikurinn snérist við þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik og það dugði KR til að vinna öruggan sigur í leiknum, 4:2. ÍA er enn í tíunda sæti deildarinnar með 3 stig af 21 mögulegu. Ljóst er að deildin hefur skipst í tvennt, einungis fimm stig skilja að fimm neðstu liðin, Víkinga sem eru í neðsta sæti með eitt stig og Þór í því áttunda með sex stig. Næstu fjórir leikir ÍA eru gegn umræddum liðum og því næstu umferðir mjög mikilvægar fyrir Skagamenn.

 

 

 

ÍA byrjaði leikinn í Frostaskjólinu með tveimur mjög góðum sóknum og þar var Einar Logi Einarsson með góðar marktilraunir í bæði skiptin. Á 27. mínútu dró til tíðinda þegar Theodore Furness átti góða fyrirgjöf og Andri Adolphsson var fyrstur á boltann og skoraði af harðfylgi sitt fyrsta deildarmark. Skagaliðið hélt áfram að sækja og minnstu munaði að forystan yrði tvö mörk þegar glæsileg fyrirgjöf Andra Adolphssonar endaði í tréverkinu á marki KR-inga. Þar við sat og í hálfleik var staðan 0:1 fyrir ÍA. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Garðar Gunnlaugsson svo algjört dauðafæri en varnarmaður KR-inga bjargaði snilldarlega í horn. Stuttu síðar, eða á 61. mínútu, náðu svo heimamenn að jafna leikinn með skoti úr teignum eftir að Skagamönnum hafði mistekist að hreinsa frá marki eftir hornspyrnu. Á næstu mínútum hrundi leikur Skagamanna og KR-ingar gengu á lagið og bættu við þremur mörkum í viðbót og staðan allt í einu orðin 4-1. Skagamenn náðu svo að klóra í bakkann í lokin þegar Jón Vilhelm Ákason skoraði laglegt mark með skoti úr teignum. Niðurstaðan því 4:2 tap í kaflaskiptum leik.

 

Næsti leikur Skagamanna í Pepsídeildinni verður gegn Keflavík á Akranesvelli mánudaginn 24. júní, en í millitíðinni leikur ÍA gegn Breiðbliki nk. fimmtudagskvöld í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins einnig á Akranesvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is