Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2013 10:50

FH vann stórsigur á Víkingum

Enn og aftur lentu Víkingar Ólafsvík í þeirri stöðu að fá á sig mark snemma leiks þegar þeir fengu Íslandsmeistara FH í heimsókn í Pepsídeildinni sl. sunnudag. Það er erfitt gegn jafnsterku liði og FH, að þurfa að breyta skipulagi og blása til sóknar jafnvel á kostnað varnarinnar. FH vann því öruggan sigur á Ólafsvíkurvelli 4:0. Það var varnarjaxlinn Freyr Bjarnason sem fékk góðan tíma til að athafna sig í teignum eftir hornspyrnu og skoraði hann af öryggi fyrsta mark FH. Upp úr miðjum fyrri hálfleik hafði heimamönnum vaxið ásmegin og náðu þeir þá nokkrum sóknum. Eftir mikið klafs í teignum vildu þeir fá vítaspyrnu en dómarinn var á öðru máli. Skömmu síðar, eða á 35. mínútu, kom annað mark gestanna og var það af ódýrari gerðinni. Hreinsun út úr teignum endaði í fótum Björns Daníels Sverrissonar sem skaut að markinu. Boltinn lenti í fæti varnarmanns og við stefnubreytinguna á boltanum kom Einar markvörður ekki við vörnum. Staðan var 2:0 fyrir FH í leikhléi.

 

 

 

Heimamenn komu nokkuð grimmir út eftir hlé og pressuðu FH ofar á vellinum en á 52. mínútu má segja að leikurinn hafi klárast. Aftur var það eftir hornspyrnu sem boltinn hafnaði á kolli og síðan öxl hins miðvarðarins í FH-liðinu, Guðmanns Þórissonar. Alfreð Már Hjaltalín komst fyrir boltann en dómarinn dæmdi hann inn fyrir línu og þar með var staðan orðin 3:0 fyrir FH. Eftir þetta lögðu FH-ingar áherslu á að halda boltanum en Víkingar treystu á skyndisóknir. Á 77. mínútu fór Ólafur Páll Snorrason illa með Víkingsvörnina, sendi boltann á fjærstöng þar sem Atli Viðar Björnsson stýrði honum í markið. Brynjar Kristmundsson komst næst því að skora fyrir heimamenn en Daði Lárusson markvörður FH bjargaði vel. Lokatölur 4:0 fyrir FH.

 

Næst mæta Víkingar toppliði KR í Frostaskjólinu nk. sunndag í 8. umferð Pepsídeildarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is